Geta vítamín og steinefni dregiđ úr hćttu á ristilkrabbameini?

vítamín og steinefni
vítamín og steinefni

Kanadískir vísindamenn kynntu nýlega rannsóknarniđurstöđur sem benda til ţess ađ regluleg inntaka vítamína og steinefna geti lćkkađ hćttuna á ristilkrabbameini í rottum. Niđurstöđurnar voru birtar í janúarhefti tímaritsin Canadian Journal of Physiology and Pharmacology og hafa vakiđ talsverđa athygli. Ritsjóri tímaritsins, Dr. Grant Pierce, segir ađ fram ađ ţessu hafi veriđ óljóst hvort regluleg inntaka fjölvítamína sé hjálpleg fyrir krabbameinssjúklinga. Hann telur rannsókn ţessa gefa vísbendingu um ađ svo geti veriđ.

Í rannsókninni var tilraunarottum skipt í sex hópa sem fengu sérstakt áhćttumatarćđi og krabbameinshvetjandi efni (carcinogen). Rottur sem nćrđar voru í 32 vikur á mikilli fitu og litlu trefjamagni auk carcinogen efna sýndi merki um illkynja mein í ristli. Ţessi tilhneiging sást mun sjaldnar hjá ţeim rottum sem ađ auki fengu fjölvítamín og steinefni daglega. Höfundar greinarinnar draga ţá ályktun ađ vítamín og steinefni dragi úr hćttu á krabbameinsmyndun í ristli viđ ţessar tilbúnu ađstćđur ţar sem hćttan á krabbameini er mjög mikil. 

Krabbamein í ristli er um 8% allra illkynja ćxla á Íslandi. Ţetta ćxli er heldur algengara hjá körlum en konum. Međalaldur viđ greiningu er um 71 ár. Margt er óljóst um orsakir sjúkdómsins. Erfđir gegna miklu hlutverki í vissum gerđum ristilkrabbameins en erfđafrćđilegir ţćttir eru ţó ekki taldir orsaka nema 5% allra ristilkrabbameina. Flestir sem greinast eru eldri en fimmtugir og geta fćstir ţeirra talist vera í einhverjum sérstökum áhćttuhópi. Nokkrir áhćttuhópar eru ţó ţekktir, t.d. einstaklingar međ sterka ćttarsögu um ristilkrabbamein, fólk međ ákveđna gerđ ristilsepa eđa ţekkta langvinna bólgusjúkdóma í ristli. 

Lengi vel var taliđ ađ lítil neysla trefja vćri áhćttuţáttur fyrir ristilkrabbameini en rannsóknir hafa ţó ekki stađfest ţađ međ vissu. Rannsóknir seinni ára benda til ađ offita, lítil líkamleg hreyfing, mikil áfengisneysla, lítil neysla fólinsýru og mikil neysla á rauđu kjöti auki líkurnar á ristilkrabbameini. Mikil neysla ávaxta og grćnmetis er talin hafa verndandi áhrif. Vísbendingar eru um ađ skimun fyrir ristilkrabbameini međ ristilspeglun og fjarlćgingu ristilsepa geti dregiđ úr nýgengi sjúkdómsins og lćkkađ dánartíđni. 

Heimildir: 
Fréttatilkynning NRC Resarch Press - Regular use of vitamin and mineral supplements could reduce the risk of colon cancer
Krabbamein á Íslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabiliđ 1957-2006. Jón Gunnlaugur Jónsson og Laufey Tryggvadóttir (ritstjórar). Krabbameinsfélagiđ, Reykjavík 2008.                                                                             

Heimildir: mataraedi.is 

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré