Okkur væri það sönn ánægja að bæta þér á póstlistann okkar. Gjörðu svo vel að skrá þig og hvar áhugi þinn liggur og við sendum þér áhugavert efni og nýjustu fréttir.
Flýtilyklar
Bjór bætir ekki kynlífið
11.11.2015
Dr. Hannibal
Þær eru margar furðulegar fréttirnar sem berast að utan og vísa í alls konar rannsóknir á hinu og þessu í sambandi við líkama og heilsu og best að taka þeim flestum með ákveðnum fyrirvara.
Lesa meira
Herinn verður að fá prótín
03.11.2015
Dr. Hannibal
Prótín er okkur gríðarlega mikilvægt enda helsta byggingarefni líkamans. Það má því alls ekki skorta og fólk ætti að gæta vandlega að því að fá nóg prótín þar sem það byggir meðal annars upp vöðva og líffæri.
Lesa meira
Hættum að reykja með Dr. Hannibal
23.10.2015
Dr. Hannibal
Tóbaksreykingar eru subbulegur og skaðlegur ávani sem hefur alls konar leiðinleg áhrif á líkamann og í verstu tilfellum flýta þær fyrir dauða þess sem reykir. Þær eru ofboðslega ávanabindandi en því miður er mjög gott að reykja, þannig að það er meiriháttar mál að hætta.
Lesa meira
#heilsutorg
Megrun er engin lausn
16.10.2015
Dr. Hannibal
Offita er eitt helsta heilbrigðisvandamál samtímans og líklega þyrfti að segja forfeðrum okkar, sem héngu á horriminni í moldarkofunum, étandi úldin mat, að aukakíló og umframspik yrðu helsta vandamál fátæklinga á 21. öldinni.
Lesa meira
Ég elska sykur!
14.10.2015
Dr. Hannibal
Sykur er fíkniefni og sem slíkur hættulegur sé hans neytt í óhóflegu magni. Hann er samt hrein náttúruafurð og hrein orka og ég þarf á honum að halda og ætla mér ekki að losa mig við hann. Satt best að segja leiðist mér sá gegndarlausi áróður gegn sykrinum sem dynur á okkur alla daga, endalaust.
Lesa meira
Þunglyndi er ekki tabú
09.10.2015
Dr. Hannibal
Geðsjúkdómar og andleg mein eru erfið viðureignar, ekki síst vegna þess að þau hafa í gegnum tíðina ekki notið sömu “virðingar”, ef svo má að orði komast, og líkamlegir sjúkdómar. Þetta er auðvitað geggjun þar sem pestir sem leggjast á sálina geta verið jafn banvænar og til dæmis krabbamein.
Lesa meira
Sumir eru fæddir reykingamenn
07.10.2015
Dr. Hannibal
Læknir sem reykir er álíka trúverðugur og prestur sem stundar framhjáhald á AshleyMadison.com. Mér tókst, með erfiðismunum, að hætta fyrir áratugum og nú er komin fram ný rannsókn sem rennir stoðum undir þá hugmynd mína að mér hafi í raun verið ómögulegt að stunda reykingar að einhverju gagni. Sumir virðast nefnilega erfðafræðilega betur til þess gerðir að reykja en aðrir. Ég fell, eins og líklega flestir, í síðari hópinn.
Lesa meira
Að leika á flensuna
02.10.2015
Dr. Hannibal
Nú fer hinn óþolandi tími flensunnar að ganga í garð. Þessi óværa herjar alltaf á landann yfir vetrarmánuðina og þykir leggjast sérlega þungt á karlmenn, enda oft kölluð „manflu“. Læknar eru ekki ónæmir fyrir þessu ógeði og sjálfur hef ég alla tíð verið ákaflega viðkvæmur fyrir þessum vágesti og lagst reglulega, svo fársjúkur að ég hef mig varla getað hreyft í fimm til tíu daga.
Lesa meira
Lýsi er ekki fíkniefni
29.09.2015
Dr. Hannibal
Nýlega voru birtar niðurstöður enn einnar rannsóknarinnar sem bendir til þess að áfengi sé góð forvörn þegar hjartasjúkdómar eru annars vegar. Eins og venjulega þykir rauðvín bera af öðrum tegundum áfengis sem forvarnalyf gegn hjarta- og æðasjúkdómum.
Lesa meira
Dr. Sven Hannibal
28.09.2015
Dr. Hannibal
Dr. Sven Hannibal er umdeildur læknir á sínu sviði en hann hefur í um tuttugu ár helgað líf sitt rannsóknum tengdum lýðheilsu. Hann naut lengi vel vinsælda og virðingar sem yfirlæknir á Sjúkrahúsinu í Svartaskógi í Þýskalandi. Hann sagði starfi sínu þar lausu eftir deilur og átök við kollega sína sem kunnu ekki að meta byltingarkenndar hugmyndir hans um heilbrigðismál. Síðan þá hefur hann verið einfari í fræðunum og gert margvíslegar tilraunir á sjálfum sér en þær leggur hann til grundvallar skrifum sínum.
Lesa meira