Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara fer fram fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október 2025.
Félag maraþonhlaupara hefur í yfir 20 ár haldið vor- og haustmaraþon og hafa þessi hlaup fyrir löngu skipað sér fastan sess í hlaupadagskrá fjölmargra og njóta sívaxandi vinsælda en 240 hlauparar luku keppni árið 2024. Reynt hefur verið að skapa hlýja og afslappaða stemningu í kringum hlaupin enda auðvelt þar sem hlaupasamfélagið okkar er einstakt og vinsamlegt.