Afmćlistertan mín: Brownie međ ostaköku- og jarđaberjakremi!

Hćhć!

Nú fer alveg ađ líđa ađ jólum og afmćlinu mínu!
Ţví langar mig ađ deila međ ţér afmćliskökunni minni í ár: Ţriggja laga tertu međ browniebotni, ostakökufyllingu og jarđaberjakremi! Ađ sjálfsögđu er hún laus viđ unninn sykur,  dásamlega holl og ljúffeng!

Ţađ vantar aldeilis ekki uppá sćtindin í desember og kjöriđ er ađ breyta gömlum siđum til hins betra.
Mér finnst brownie tertan falleg ţegar hún er borin fram eins og lagterta, ţá nota ég  ílangt silikon form en einnig má nota hringlaga smelluform. Ég elska kakó og fćr mér dökkt súkkulađi daglega og liggur ţví beint viđ ađ ţađ sé kakó í afmćliskökunni minni. Ostakökur og jarđaber eru einnig í miklu uppáhaldi og ţykir mér ţví ţessi samsetning himnesk.
Fyrir ykkur sem vilja koma og lćra um sykurlausa konfekt og desertgerđ er síđasta námskeiđiđ í kvöld 13.desember, á Gló Fákafeni. Enn eru sćti laus og mćli ég međ ţví ađ tryggja ţér eitt af ţeim og eiga skemmtilega kvöldstund međ mér ţar sem ţú lćrir ađ búa til allskonar hollt og gott góđgćti!

Smelltu hér til ađ tryggja ţér sćti á síđasta jólanámskeiđiđ, ţriđjudaginn 13.desember.

Brownie međ ostaköku og jarđaberjakremi

Súkkulađibrownie:
2 bollar möndlur
1 1⁄2 bolli döđlur
1 bolli kókosmjöl
2 msk kakó
Salt

Ostaköku krem:
3 bollar kasjúhnetur (lagđar í bleyti í um ţađ bil 1-2 klukkustundir)
3/4 bolli kreistur sítrónusafi
1/2 bolli hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
1 tsk vanilludropar eđa meira
-
3/4 bolli kókosolía (brćdd í vatnsbađi)

Jarđaberjakrem:
1 bolli af ostakökukreminu
2 bollar jarđaber fersk (ef ţiđ notiđ frosin er gott ađ afţýđa)
1-2 msk kókosolía fljótandi
1tsk vanilludropar

Setjiđ öll hráefnin fyrir brownie-botninn í matvinnsluvél og hrćriđ. Ţjappiđ niđur í 23cm hringlaga smelluform eđa ílangt sílikonform, ég notađi 22x8 cm form.
Geriđ nćst ostakökukrem međ ţví ađ blanda öllu nema kókosolíu í matvinnsluvél eđa blandara og vinna ţar til silkimjúk áferđ fćst. Bćtiđ kókosolíu í fljótandi formi yfir ađ lokum. Takiđ 1 bolla af kreminu frá eđa skiljiđ eftir í vélinni og helliđ rest yfir kökuna. Geymiđ kökuna síđan í frysti í 2-4 klst eđa ţar til kremiđ hefur stífnađ.
Á međan má útbúa jarđaberjakrem međ ţví ađ hrćra öll hráefni saman út í ţađ sem eftir var af ostakökukreminu og hella ađ lokum yfir. Kakan er svo geymd í frysti yfir nótt. Takiđ út klukkustund áđur en hún er borin fram og skreytiđ.

Ég nota hráan kókospálmanektar, sem er síróp unniđ úr blómum kókostrésins. Sírópiđ fćst í Nettó sem og Gló og afar lágt í frúktósamagni.

Alltaf gaman ađ heyra frá ţér.
Ef ţér finnst uppskriftin spennandi má líka deila henni á samfélagsmiđlum :)
Sjáumst vonandi í kvöld, á desert- og konfekt kvöldinu!

Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkţjálfi

jmsignature

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré