Vegan burger međ “kokteilsósu” og sćtkartöflufrönskum (djúsí og glútenfrítt)

 

 

 

 

 

 

Viđ Íslendingar elskum kokteilsósuna okkar, ţađ klikkar bara ekki.

Ég man ţegar ég bjó sem krakki í Bandaríkjunum. Viđ fjölskyldan fórum á hamborgarastađ og báđum ţjóninn um majónes, tómatsósu, litla skál og skeiđ. Úr ţví gerđum viđ okkar eigin kokteilsósu á međan ţjónninn hristi hausinn yfir okkur.

Um daginn fékk ég svo svakalega löngun í burger og kokteilsósu ađ ég ákvađ ég ađ gera smá tilraun og bjó til holla “kokteilsósu”. Ég verđ bara ađ segja ađ ég varđ sko ekki svikin!

DSC_3128

Í franskarnar nota ég sćtar kartöflur og nípu sem ég krydda međ reyktri papríku sem gefur rétta bragđiđ međ borgaranum! En ţađ besta viđ ţennan borgara er hvađ hann er fljótlegur og tekur ekki nema 10 mín á grillinu, rétt eins og hefđbundnir borgarar!

Fyrir bestu útkomuna reyniđ ađ velja breiđ og flott eggaldin! Borgarinn er sannarlega rausnarlegur og eitthvađ sem allir sćlkerar kunna vel ađ meta.

DSC_3083

Djúsí vegan burger međ “kokteilsósu” og sćtkartöflufrönskum

Egggaldin (brauđiđ)
1 tsk Eđalkrydd frá pottagöldum
1 tsk olífuolía

2-4 sveppir (kjötiđ)
1 tsk balsamik edik
1 tsk olífuolía
1/2 tsk hlynsíróp/kókospálmanektar

1 tómatsneiđ
rauđlaukur skorinn í hringi
rauđ papríka, skorin í strimla

“Kokteilsósa” eđa hollari kokteilsósa
2 msk Lífrćn tómatsósa
2 msk kasjúhnetudressing frá Lifđu til fulls bókinni eđa vegan majóness
örlítiđ chillimauk (val)

Sćtkartöflu- og nípufranskar
1 sćt kartafla
1 nípa
1 tsk reykt papríkukrydd
1 tsk Eđalkrydd frá pottagöldum

1. Hitiđ grilliđ.

2. Skeriđ sćtkartöflu og nípu í strimla og sjóđiđ í saltvatni í 2-3 mín eđa ţar til ţćr eru orđnar mjúkar. Setjiđ franskarnar á grillbakka og pensliđ međ kryddi og olíu.

3. Skeriđ eggaldin í ţykkar sneiđar. Leggiđ á disk og pensliđ međ kryddi og olífuolíu. Skeriđ sveppi í ţunnar sneiđar og veltiđ uppúr balsamik ediki og olífuolíu. Setjiđ á grillbakka eđa álpappír međ götum.

4. Grilliđ sćtkartöflur og nípur í 15-20 mín eđa ţar til eldađar og snúiđ viđ einu sinni. Grilliđ sveppi og eggaldin í 10 mín. Eggaldin er sett beint á grilliđ og snúiđ viđ eftir 5 mín.

5. Beriđ borgarann fram međ ţví ađ setja eggaldinsneiđ á disk, smyrjiđ međ kokteilsósunni, bćtiđ viđ tómatsneiđ, sveppum, rauđlauk, papríku og toppiđ međ annari eggaldinsneiđ. Njótiđ!

Mér ţykir best ađ borđa borgarann međ hníf og gafli en ţar sem eggaldin molnar síđur eins og venjulegt brauđ má alveg borđa hann eins og hefđbundinn borgara!

Ég er ađeins á flakki um Evrópu og Asíu ţessa dagana og má sjá meira af ferđalögum mínum á Instagram, Snapchat (lifđu til fulls) og Facebook!

Ekki gleyma ađ deila djúsí borgaranum á samfélagsmiđlum kćra vinkona og vinur!


Heilsa og hamingja,
jmsignature


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré