Afar áhugavert viðtal við hana Eydísi. Ertu með eða þekkir þú einhvern sem er með vefjagigt? Ef svo er þá mælum við með því að þú lesir þetta viðtal.
Meðhöndlum meinið. Sveinn Sveinsson sjúkraþjálfari varar við ofnotkun verkjalyfja. Samkvæmt rannsóknum geta sum þeirra aukið líkur á hjartaáfalli en öll hafa þau misalvarlegar aukaverkanir sem valda fólki ama.
Verkir og vandamál í mjaðmagrind og grindarbotni eru algeng á meðgöngu. Þau geta einnig verið til staðar eftir meðgöngu, hvort sem þau byrjuðu á meðgöngunni eða komu til í eða eftir fæðingu.
Grindarbotnsvöðvarnir myndar eins konar gólf undir kviðaðholslíffærin og hjá konum er hann rofinn á þremur stöðum, af þvagrásinni, leggöngunum og endaþarmi, sem allir ganga niður í gengum hann. Grindarbotnsvöðvarnir eiga stóran þátt í að koma í veg fyrir þvagleka og ef þeir slappast eiga konur oft erfiðara með að stjórna þvagi. Grindarbotnsvöðvar skipta einnig miklu máli í kynlífi.
Margir hafa eflaust heyrt um R.I.C.E. eða P.R.I.C.E. meðferð. Það er sú meðferð sem notuð er stuttu eftir að áverki hefur átt sér stað og er sérstaklega árangursrík fyrstu 24-72 klukkustundirnar.
Áhrifin sem foreldrar/umönnunaraðilar hafa á börn allt frá fæðingu eru gríðarlega mikil. Harward University center on the developing child hefur gefið út nokkra punkta sem lýsa því hverju börn eru útsett fyrir og hvað hefur áhrif á þau. Á fyrsta æviárinu er heilinn að þroskast jafnhratt og hann gerir í móðurkviði, svo hægist smátt og smátt á honum. Til dæmis er “skynsami (prefrontal)” hluti heilans ekki orðin nægilega þroskaður hjá fólki fyrr en um og eftir þrítugt og aðeins seinna hjá körlum.
Að verkja í mjöðmina við göngu eða hlaup gæti bent til margvíslegra vandamála til dæmis stífir/aumir vöðvar, bólgur í vöðvafestum, bólga í hálabelg(e. bursitis) og mögulega slitbreytingar í mjaðmalið.
Ég þjálfa mikið af íþróttamönnum og það er ansi algengt að ég fái unga íþróttamenn til mín sem hafa tognað á aftanverðu læri. Ekki bara einu sinni, heldur oft. Staðreyndin er því miður sú, að allt of margir íþróttamenn hafa virkilega auma aftanlærisvöðva og lítinn liðleika/hreyfanleika til þess að vinna með öllum þeim kraftmiklu hreyfingum sem fylgja íþróttinni.
Allir sem koma í sjúkraþjálfun vegna bakvandamála ganga í gegnum nákvæma skoðun. Þar er líkamstaðan greind, auk þess sem hreyfanleiki hryggsúlu, lengd, styrkur og þol vöðva er metið. Þeir sem koma með tilvísun eftir skoðun hjá lækni fara einnig í þessa ítarlegu skoðun. Þessu til viðbótar eru ýmis sérpróf framkvæmd og nákvæm sjúkrasaga er tekin til að fá sem bestu heildar mynd af einkennunum.
Við ökklatognun að þá eru það liðböndin í kringum ökklaliðinn sem verða fyrir skaða.
Tognun á liðböndum, rifinn liðþófi, bólga í sinum og hlauparahné eru dæmi um ástæður fyrir verkjum í hnjám.
Margvíslegar breytingar eiga sér stað í stoðkerfi líkamans á meðgöngu. Það slaknar á öllum liðböndum líkamans og þá sérstaklega á liðböndum mjaðmagrindar. Vegna þess hve liðböndin eru mjúk getur hreyfing liða aukist og þá sérstaklega í mjaðmagrindinni.
Bakverkir eru mjög algengir meðal einstaklinga í dag og þeir sem glíma við bakverki þurfa oftar en ekki að huga að réttri líkamsbeitingu dags daglega til að draga úr verkjum. Það skiptir einnig miklu máli hvernig við sitjum, hvort sem það er í vinnunni, heima eða í bílnum.
Það er ótrúlegt hvernig sumt fólk breytist þegar það sest upp í bíl. Það fer úr því að vera flott og tignarlegt í að vera algjör rækja.
Algengt er að fólk finni fyrir verkjum í öxlum og má segja að margt geti verið að.
Flestir hafa heyrt um grindarbotnsæfingar kvenna, en minna er rætt um grindarbotnsæfingar karla.
Þegar skoðun er lokið annarsvegar í gegnum netið eða á sjúkraþjálfunarstofu að þá fær viðkomandi greiningu og endurhæfingaáætlun ásamt 4 vikna eftirfylgd.
Starfssvið sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta líðan hvers og eins. Sjúkraþjálfarar meta, greina og meðhöndla vandamál sem koma upp í stoðkerfinu (beinum, vöðvum og liðamótum).
Nudd losar um spennu og örvar blóðrás.
Í nútíma samfélagi þjást margir af verkjum í herðum/hálsi og mjóbaki.
Heilsutorg býður þér í FRÍAN Prufutíma
Þegar farið er í líkamsrækt þá er mikilvægt að gera allar æfingar þannig að kviðurinn komi vel inn í æfinguna.
Talið er að um 90% landsmanna muni fá höfuðverk einhvern tíma á lífsleiðinni.