Fara í efni

Ertu þreytt/þreyttur í bakinu eftir langan vinnudag?

Bakverkir eru mjög algengir meðal einstaklinga í dag og þeir sem glíma við bakverki þurfa oftar en ekki að huga að réttri líkamsbeitingu dags daglega til að draga úr verkjum. Það skiptir einnig miklu máli hvernig við sitjum, hvort sem það er í vinnunni, heima eða í bílnum.
Ertu þreytt/þreyttur í bakinu eftir langan vinnudag?

Bakverkir eru mjög algengir meðal einstaklinga í dag og þeir sem glíma við bakverki þurfa oftar en ekki að huga að réttri líkamsbeitingu dags daglega til að draga úr verkjum.

Það skiptir einnig miklu máli hvernig við sitjum, hvort sem það er í vinnunni, heima eða í bílnum.

 

Mikilvægt er fyrir fólk í kyrrsetuvinnu að standa reglulega upp og liðka sig til. Tilvalin pása til að sækja sér vatn/kaffi eða bara rölta aðeins um. Standa upp amk. 1x á klst.

Það er mikilvægt þegar við sitjum að setstaðan sé rétt. Þannig er hægt að lágmarka álagið á vöðva, liði og liðbönd.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

  • Sitja vel upp á setbeinum.
  • Hafa stuðning við mjóbak, skella litlum púða, teppi eða bara peysunni sinni á milli stólbaks og mjóbaks ef stuðningurinn í stólnum er ekki nægilegur.
  • Lyfta bringunni aðeins upp og rétta úr sér.
  • Draga hökuna niður í áttina að barka og hugsa um að lengja aftan á hálsinum.
  • Fótfesta á gólfi eða skemil undir fætur.
  • Stuðning undir olnboga (td. púði eða af stólnum).
  • Hafa lyklaborð og mús nálægt.

Grein af netsjukrathjalfun.is