Gćttu beina ţinna!

20. október er alţjóđlegur beinverndardagur. Markmiđ dagsins er ađ minna okkur á ađ heilbrigđi beina okkar er ekki sjálfgefiđ! 

Viđ verđum ađ gćta ţeirra til ađ ţau endist okkur vel inn í framtíđina og brotni ekki. Ef viđ gerum ţađ ekki, aukast líkur á beinţynningu.

En hvađ er beinţynning og hvers vegna getur hún veriđ alvarlegt heilsufarsvandamál? Beinţynning er sjúkdómur í beinum sem veldur ţví ađ beinmassinn minnkar og misröđun verđur í innri byggingu beinsins sem leiđir til aukinnar hćttu á beinbrotum. Hún á sér stađ ţegar beinmagniđ minnkar hrađar en líkaminn endurnýjar ţađ. Flest brot af völdum beinţynningar verđa á framhandlegg, hryggjarliđum, rifjum og mjöđm og valda ţau miklum verkjum og verulegri hreyfi- og fćrniskerđingu.

Svokölluđ mjađmarbrot, eđa brot í lćrleggshálsi eru alvarlegust. Ţau leiđa ekki eingöngu til langrar sjúkrahúsvistar heldur minnka ţau einnig lífslíkur til muna. Á heimsvísu er taliđ ađ beinbrot af völdum beinţynningar verđi á ţriggja sekúndna fresti. Hér á landi verđa um 1500 beinbrot á ári vegna beinţynningar eđa um ţrjú til fjögur á dag. Ţar af eru um 250 mjađmarbrot, eđa eitt slíkt brot alla virka daga ársins! Áhćttan eykst međ auknum aldri og eftir miđjan aldur mun nćrri önnur hver kona og einn af hverjum fimm körlum brotna af völdum beinţynningar síđar á ćvinni.

Brot af völdum beinţynningar eru ađ mörgu leyti sérstök.  Ţau verđa oftar en ekki viđ litla sem enga áverka og miklar líkur eru á ţví ađ eitt slíkt brot leiđi af sér mörg önnur af sama toga. Ţessi beinbrot eru bćđi algeng og kostnađarsöm. Unnt er ađ draga úr áhćttu á endurteknum brotum međ réttum lćknisfrćđilegum ađgerđum og forvörnum. Nauđsynlegt er ađ greina hvort um beinţynningarbrot er ađ rćđa, bjóđa upp á frćđslu um hreyfingu og matarćđi og jafnvel gefa lyf sem hafa áhrif á beinţéttni og styrk. Ekki má gleyma ađ eftirfylgd getur skipt sköpum til ađ koma í veg fyrir endurtekin brot. Stefna stjórnvalda í heilbrigđismálum skiptir verulegu máli en ţađ er ţeirra ađ gera áćtlanir um ađ fćkka beinbrotum af völdum beinţynningar og stuđla ađ ţví ađ ákvarđanir sem teknar eru byggi á vel upplýstum grunni. Vitađ er ađ beinţynningarbrot kosta samfélagiđ mikiđ og ţađ eitt og sér ćtti ađ vera hvati til ađ draga úr fjölda ţeirra.

Margt hefur áhrif á beinţéttnina s.s. aldur, erfđir og sjúkdómar, en viđ höfum hins vegar sterk vopn í hendi, sem eru gott matarćđi og hreyfing. Međ ţessum vopnum má viđhalda vöđvastyrk og beinţéttni og minnka líkur á byltum og beinbrotum. Gćtum sérstaklega ađ ţví ađ fá nćgilegt kalk og D-vítamín og daglega hreyfingu, og verum ţess minnug, ađ hvert skref skiptir máli.

 

 

Halldóra Björnsdóttir,
framkvćmdastjóri Beinverndar.

 

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré