Stirđur og aumur á morgnana? Hvernig á ađ laga ţađ.

 

Suma daga finnst mér ég gamall. Ekki í aldri eđa ţekkingu minni á nýrri poptónlist 
(ţó ađ dóttir mín sé kannski ósammála) heldur hvernig líkamanum líđur.
Ţađ eru morgnarnir ţar sem allir liđir virđast gamlir og ryđgađir fastir. 

Ţú ţekkir ţetta kannski: 
stirđleiki og verkir (og međfylgjandi nöldur og stunur) 
sem eiga sér stađ eftir ađ ţú vaknar. Ţessi tilfinning hverfur oft 
eftir fimm eđa tíu mínútur, sumir morgnar eru verri en ađrir.  

Af hverju vaknar mađur stirđur á morgnana?  

„Ţađ er ekki vitađ hvers vegna stífleiki á morgnana kemur fram, 
sérstaklega ţegar fólk eldist,en eini rauđi ţráđurinn er ađ ţađ kemur fram eftir
langvarandi hreyfingarleysi,“ segir William Docken lćknir, gigtarlćknir hjá Brigham. „Ţess vegna ertu stirđur á morgnana ţegar ţú vaknar, ţar sem
í svefni ertu hreyfingarlaus í langan tíma.“  

Hins vegar getur langvarandi seta valdiđ stirđleika, eins og ađ horfa á sjónvarp,
vinna viđ tölvuna eđa sitja í bíl í langri bílferđ. 

Einföld lćkning viđ stirđleika.

Til ađ brjóta upp langa setu setur ţú ámininngu í símann eđa tölvuna til ađ 
minna ţig á ađ hreyfa ţig á 20 til 30 mínútna fresti. Gakktu um heima hjá ţér 
eđa í hverfinu, sinntu heimilisstörfum eđa taktu nokkur framstig, ţú getur líka
gengiđ á stađnum í eina mínutu. 

Annar valkostur er eftirfarandi A-B-C rútínan. 
Ţrjár ćfingar sem fókusa á helstu stífu svćđin: axlir, bak og fćtur.
Gerđu ţetta á morgnana til ađ losa um, međan ţú situr eđa ţegar ţú ert stífur. 

A: Arm sveifla  

Stattu bein/n međ fćturna saman. Ţegar ţú andar ađ
ţér skaltu sveifla handleggjunum út til hliđanna og upp í loftiđ. Ţegar
ţú andar út skaltu sveifla handleggjunum aftur niđur ađ hliđunum. Endurtaktu fimm til tíu sinnum. 

B: Aftur beygja   

Stattu bein/n međ fćturna ađeins í sundur. Leggđu hendurnar á mjóbakiđ međ
fingurgómunum vísandi niđur. Ţegar ţú andar ađ ţér skaltu rúlla öxlunum
til baka og lyfta bringunni varlega í átt ađ loftinu og sveigja bakiđ ađ sársaukaţröskuldi. 
Ţú ćttir ađ horfa upp í loftiđ fyrir framan ţig. (Gćtiđ ţess ađ framlengja ekki hálsinn.) Haltu í ţrjá til fimm andardrćtti, slepptu viđ útöndun. Gerđu ţrisvar til fimm sinnum.  

C: Seta í 90 gráđur (hnébeygja)  

Stattu međ fćturna í axlarbreidd og handleggina niđur međ síđum. 
Lyftu handleggjum yfir höfuđ. Ţegar ţú andar út, beygđu mjöđmina og 
hnén í hnébeygjustöđu (eđa eins lágt og ţćgilegt er) og haltu bakinu beinu.
Haltu í nokkrar sekúndur, reistu ţig upp og um leiđ setur ţú handleggina niđur. Endurtaktu hreyfinguna ţar til ţú gerir fimm til tíu 
endurtekningar. Ţú getur líka lyft handleggjunum ađeins í bringuhćđ
eđa haldiđ höndunum á lćri, ţannig ađ ţú einbeitir ţér ađeins ađ neđri hluta líkamans. 

  

Stirđur og aumur á morgnana? Hvernig á ađ laga ţađ.
Heimild: Harvard Health Blog. 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré