Fréttir

Kirsuberjatínsla
Kirsuberjasósa þykir mörgum vera ómissandi með hinum vinsæla jólaeftirrétti Riz á l’amande. Persónulega finnst mér sú tilbúna kirsuberjasósa sem ég hef keypt úti í búð of sæt. Kirsuberjabragðið drukknar bókstaflega í sykurbragðinu.

Bindur vonir við ávísun hreyfiseðla frá læknum
Bindur miklar vonir við þróunarverkefni innan Velferðaráðuneytisins sem byggir á því að læknar ávísi hreyfiseðlum í stað lyfseðla og segir hluta vandans vera sá að lyfjagjöf sé oft fyrsta úrræði. Víðir Þór Þrastarson, íþrótta- og heilsufræðingur , Spurt og svarað.

Að njóta líðandi stundar
Núvitund stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan og gerir okkur kleift að takast betur á við áskoranir og viðfangsefni í lífinu samkvæmt niðurstöðum rannsókna um núvitund. Að vera vel meðvituð um það sem er að gerast á líðandi stundu um leið og það gerist, án þess að dæma það á nokkurn hátt, er náttúrulegur eiginleiki hugans.

Fótaumhirða barna getur skipt sköpum
Í hvernig skóm er barnið þitt? Hvenær settirðu það fyrst í skó? Í hvernig sokkum er barnið? Svörin við þessum spurningum skipta miklu segir Eygló Þorgeirsdóttir fótaaðgerðafræðingur, en hún telur að ýmis fótamein geti hrjáð barnið síðar meir og jafnvel alla ævi ef foreldrar passi ekki upp á skófatnað og sokka sem barnið klæðist á fyrstu árum ævi sinnar. Hún ráðleggur foreldrum að hafa barnið eins mikið berfætt og hægt er.

Áhyggjur eru bæn, hvað ætli Guðni sé að hugleiða í dag?
Áhyggjur eru bæn. Þess vegna eru flestir uppteknir af því sem þeir vilja ekki. Þjáningin gengur út á þetta hugarás

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur í viðtali varðandi 24.stunda sundið
Hún Fríða Rún Þórðardóttir er næringarfræðingur að mennt. Hún lauk meistaraprófi frá The University of Georgia í Bandaríkjunum árið 1996 en þar var hún á íþróttaskólastyrk og keppti fyrir skólann í víðavangshlaupum og lengri hlaupum á árunum 1990 – 1994.

Vissir þú ?
Það eru jafnmargar hitaeiningar í allri fitu, bæði jurtafitu og dýrafitu, eða 9 kcal í hverju grammi. Jurtaolía eða jurtasmjörlíki er því alls engin megrunarfæða frekar en smjör!

Að kljást við netfíkn
Í ljósi aukinnar umræðu um netfíkn í fjölmiðlum undanfarið, ákvað ég að fara hér stuttlega yfir helstu áhættuatriði netfíknar.

Talið niður fyrir Reykjavíkurmaraþonið, 2 vikur til stefnu
Nú er stutt í Reykjavíkurmaraþonið og ættu flestir að vera vel á veg með sinn undirbúning

Talið niður fyrir Reykjavíkurmaraþonið, 3 vikur til stefnu
Það styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið, en þó er enn nægur tími til stefnu.

Láttu drauma þína rætast
Fritz Már er einn af þeim sem á fullorðins aldri umbreytti lífi sínu, fór frá því sem hann kunni best og ákvað að láta drauma sína rætast. Nú er hann annar tveggja sem bjóða sig fram til sóknarprest í Seljasókn í Breiðholti.

Hvað er kukl?
Fyrst ætla ég þó að lýsa aðeins hluta af þeim viðbrögðum sem ég hef fengið frá verjendum “óhefðbundinna lækninga” eða kukls.

Þú kæri kúrbítur – hollur ert þú
Hann er nú pínu tengdur við sumarið en kúrbítur býður upp á ansi margt. Hann er dásamlegur með mat eða einn og sér.

Fyrir 48 árum: Sykur og æðakölkun
Á ferð minni um netheima datt ég um stórmerkilega grein á vef Náttúrulækningafélagsins nlfi.is frá því desember 1965 eða 48 ára gamla grein. Málfarið er skemmtilegt auk þess sem er merkilegt að ekki hafi verið tekið fastar á sykurneyslu jarðarbúa.

Veist þú hvað grindargliðnun er ?
Það eru til lausnir sem auðvelda meðgönguna fái kona grindargliðnun.

Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, Guðni með hugleiðingu á laugardegi
Sú virðing sem aðrir bera fyrir mér verður aldrei meiri en sú virðing sem ég ber fyrir mér.
Á meðan við lifum a

Einfaldasta brauð í heimi og það er sykurlaust – A la Sunna systir
Ollræt, hér kemur einfaldasta brauð í heimi fyrir þá sem vilja borða sykurlaust, heimabakað, fljótlegt brauð.

Andfúli karlinn
Ég man eftir því þegar ég var í skóla sem gutti að einn kennarinn okkar hafði greinilega mikið dálæti á hvítlauk, sem fór misvel í krakkana í bekknum.

Líkamsgötun: hvernig á að koma í veg fyrir fylgikvilla
Líkamsgatanir eru algengari en nokkru sinni fyrr. Alls ekki halda að það sé lítið mál að láta gata á sér líkamann. Þú verður að þekkja hætturnar og almennar öryggisráðstafanir þegar þú ferð og lætur gata á þér líkamann. Eftirmeðferðin skiptir einnig miklu máli.

Þunglyndi hugsanlega dulinn áhættuþáttur meðal kvenna
Þunglyndi hjá konum yngri en 55 ára getur allt að tvöfaldað hættu á hjartaáfalli. Sömuleiðis eru allt að tvisvar sinnum meiri líkur á að þær þurfi á hjartaþræðingu að halda eða deyji af völdum hjartaáfalls. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gerð við Emory-háskóla í Atlanta.

Ebólasýking greinist í fleiri löndum
Hópsýkingar af völdum Ebólaveiru ganga yfir um þessar mundir í Gíneu á vesturströnd Afríku. Þeirra varð þar fyrst vart í byrjun febrúar og síðar hafa tilfelli verið staðfest í Líberíu auk þess sem grunur leikur á tilfellum í Síerra Leone, Malí og Ghana.