Fréttir

Mig langar að vera góð stjúpmóðir: „Foreldrum er fyrirgefið en ekki stjúpforeldrum“
Ég heyrði einu sinni að sum dýr geta ekki hugsað um afkvæmi annarra kvendýra og þá sérstaklega ef um er að ræða afkvæmi sem makar þeirra eiga með öðru kvendýri. Sum dýr eru jafnvel vond við þessi afkvæmi. Við erum fljót að dæma og finnst þessi framkoma hræðileg.

Viltu komast á séns? Prófaðu þá að borða meiri hvítlauk
Ert þú einn af þeim sem hafa haldið alla tíð að hvítlaukslykt sé fráhrindandi fyrir konur sem þig langar að heilla? Gagnstætt því sem áður var haldið, þá er núna komið í ljós að meiri neysla á hvítlauk gæti komið þér til góða!

Sex góð ráð við hrotum
Það er yfirleitt lítil skemmtun að hlusta á fólk hrjóta og hrotur geta spillt nætursvefni margra, bæði þeirra sem hrjóta og þeirra sem eru í námunda við þá. Stundum getur þetta snúist upp í það að fólk, sem sefur í sama herbergi og/eða rúmi, truflar hvort annað mikið vegna þess að annar aðilinn hrýtur. Hroturnar trufla annan aðilann sem ýtir stöðugt í hinn aðilann til að fá hann til að hætta að hrjóta og þannig getur ákveðinn vítahringur myndast.

Björguðu fína fólkinu: Áhyggjufull börnin horfðu á mömmu og pabba í öngum sínum og jafnvel skilja
„Hvaða áhrif ætli það hafi á börn að missa heimili sitt og öryggi? Að sjá mömmu eða pabba í öngum sínum vegna óbilgirni og yfirgangs fjármálafyrirtækja sem engu eira? Að þurfa svo að flytja, og kannski flytja aftur, og aftur, með öllu sem því fylgir; nýjum skóla, nýju umhverfi, nýjum vinum? Og svo til að bæta gráu ofan á svart, þá eru mamma og pabbi ennþá jafn áhyggjufull, því bankinn er ekki enn búin að fá nægju sína - hafi hjónabandið þá yfirleitt staðist álagið.“

Þekkir þú einhvern með athyglisbrest? Þú þarft að vita þessi 14 atriði
Það er ekki alltaf auðvelt að vera í daglegum samskiptum við manneskju sem er með athyglisbrest. Þú veist oft ekki hvað þú átt að segja og hvernig einstaklingurinn bregst við þá stundina. Þú tiplar á tánum og stundum er ástandið í kringum hann/hana eins og að stíga inn á jarðsprengjusvæði.

Lakkrís getur verið lífshættulegur segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlasérfræðingur
„Vandamálið er að lakkrís er settur í svo margar matvörur í dag að fólk áttar sig ekki á því. Flestir læknar gera sér fulla grein fyrir hættunum sem fylgja neyslu lakkrís, hækkun blóðþrýstings og lækkun kalíums í blóði. Lakkrís í miklu magni getur orðið lífshættulegur og það skiptir meira máli í dag þegar hann er kominn í alla skapaða hluti. Drykkir, eftirréttir, mjólkurvörur, annað hvert súkkulaðistykki, hálstöflur, hóstamixtúrur, dökkur bjór, te, allt er þetta til með lakkrísbragði og þannig mætti áfram telja,” segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlasérfræðingur sem rannsakað hefur áhrif lakkrís á heilsuna og hefur lengi talað fyrir hættunum af miklu lakkrísáti og það ekki að ástæðulausu. Hún stóð fyrir hádegisfundi á Læknadögum um þetta efni.

„Ég er með kvíðahnút í maganum í hvert sinn sem ég sæki dóttur mína“
Það er ekki út af mömmu hennar, heldur eiginkonu minni. Ég veit aldrei hvaða móttökur dóttirin fær. Stundum heilsar konan mín henni ekki og ef það gerist er það í áhugalausum mæðutóni. Aðfinnslur um hvar hún setur töskuna og skóna fylgja venjulega á eftir. Hún fær líka að heyra það ef hún klárar ekki mjólkina úr skálinni með mjólkurkorninu, það fá stjúpbörnin mín líka en umburðarlyndi móður þeirra er meira og tónninn annar.

Allt um Brjósklos: Einkenni, orsakir og meðferð
Hryggþófar, brjóskþófar eða diskar liggja á milli hryggjaliða og mynda liðamót sem gefa kost á hreyfingu milli þeirra. Hver hryggþófi hefur um leið mikilvægt hlutverk við að binda hryggjarliði saman og á hverjum diski hvílir talsverður þungi í athöfnum okkar daglega lífs.

Elsku pabbi, ég ætla að kveðja þig núna
„Elsku pabbi. Í gegnum tíðina hef ég verið mjög ósátt, full af skömm, sorgmædd og reið vegna upplifana úr mínu uppeldi, og þá sérstaklega reið yfir þeirri staðreynd að þú fórst frá mér án þess að útskýra fyrir mér af hverju hlutirnir voru eins og þeir voru, og án þess að segja að þér þætti leitt að hafa lagt svona mikið á mig og systkini mín“, skrifar kona á Lausnin.is. Hún heldur áfram:

VEISTU hverjum þú hefur verið að sofa hjá ?
Ég held þú vitir það ekki en ég ætla að segja þér frá því hér að neðan.

Þetta er hollasti matur í heimi: Minnka líkur á krabbameini, hjartasjúkdómum og sykursýki
Hér má finna upplýsingar um nokkrar af þeim matartegundum sem gefa þér mesta næringu miðað við kaloríur. Þær minnka líka líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og áunninni sykursýki.

Steinþór kann besta sparnaðarráð í heimi: Safnaði 20 milljónum
Ísfirðingurinn Steinþór Bragason ákvað 17 ára gamall að drekka hvorki né reykja en leggja þess í stað inn á reikning andvirði þess sem vinir hans eyddu í áfengi og tóbak. Á 20 árum safnaði hann með þessum hætti rétt tæpum 20 milljónum. Þetta kemur fram í Gömlu fréttinni hér á Heilsutorg en Steinþór tjáði sig upphaflega við BB.is

Kirsuber eru góð við svefnleysi
Vissir þú að kirsuber eru eina fæðutegundin sem að inniheldur melatonin?

Þú þarft ekki að borða morgunmat ef þú vilt léttast
Þeir sem vilja léttast hafa eflaust fengið að heyra að það sé mikilvægt að borða morgunmat ef losna á við kílóin. En það er ekki rétt samkvæmt niðurstöðum rannsóknar. Það að borða morgunmat hefur þó þau áhrif að það getur hjálpað fólki að verða virkara og hreyfa sig meira.

Fórst þú seint að sofa? Það er jafnvel hægt að sjá það á vigtinni
Það er almennt vitað að það er hollara að fara snemma að sofa en að vaka langt fram eftir nóttu. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að ef fólk leggur í vana sinn að fara seint að sofa séu meiri líkur á að það bæti á sig kílóum.

Kynlíf er gott fyrir heilastarfsemina: Sérstaklega fyrir eldra fólk
Sífellt eru að koma fram nýjar upplýsingar um eitt og annað og virðist kynlíf eiga sérstaklega upp á pallborðið hjá mörgum vísindamönnum, að minnsta kosti eru margar rannsóknir gerðar um kynlíf og ýmislegt sem því tengist. Niðurstaða einnar af nýjustu rannsóknunum sýnir að auk þess að vera gott og skemmtilegt þá er kynlíf einnig til þess fallið að gera fólk gáfaðra.

Sefur þú nokkuð í nærfötum?
Sefur þú í nærfötum? Liggja þau þétt að líkamanum? Ef svo er þá er kannski rétt að breyta til. Sérfræðingar segja að best sé að sofa án nærfata, sérstaklega ef þau falla þétt að líkamanum.

Þetta getur gerst í líkama þínum ef þú drekkur bara vatn í 30 daga
Líkaminn er háður vatni. Án vatns geta frumur, vefir og líffæri ekki starfað. Þetta er einmitt ein ástæða þess að sífellt er verið að hamra á því við fólk að það eigi að drekka nægilega mikið af vatni enda eru svo mörg heilsufarsleg atriði sem mæla með því.

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að taka símann með þér á klósettið
Hér áður fyrr var ekki óalgengt að fólk tæki dagblöð eða tímarit með sér á klósettið en nú til dags er algengara að fólk hafi símann sinn með í för. Þetta segja sumir sérfræðingar áhyggjuefni enda kemst síminn í snertingu við alls kyns bakteríur og gæti meðal annars dreift salmonellu og E. Coli.

Viltu fækka hitaeiningum í hrísgrjónum um helming?
Hrísgrjón eru vinsæll matur og borðuð víðast um heiminn. Margir telja þó neikvætt við hrísgrjón að þau eru hitaeiningarík og innihalda töluvert af kolvetnum. Vísindamenn hafa þó fundið einfalda leið til að fækka hitaeiningunum í hrísgrjónum um helming. hitaeiningunum.

Vatn, sítrónusafi og eitt efni til viðbótar í blönduna geta gagnast gegn mígreni og höfuðverk: Myndband
Höfuðverkur og mígreni eru ekki mikið fagnaðarefni og geta auðveldlega eyðilagt daginn fyrir fólki. Mikið úrval er af verkjalyfjum í lyfjaverslunum sem geta hjálpað til við að lina þjáningarnar en sum þeirra geta þó haft ákveðnar aukaverkanir í för með sér og sumum er beinlínis illa við að taka verkjatöflur vegna þessa. En þá kemur blanda af náttúrulegum efnum til sögunnar, efnum sem eru líklegast til á flestum heimilum og ef ekki þá fást þau í næstu matvöruverslun.

Hreyfing er góð gegn þunglyndi
Samkvæmt upplýsingum frá vefsíðu breska heilbrigðiskerfisins NHS er mælt með að stunda miðlungs erfiða hreyfingu í að minnsta kosti 150 mínútur á viku til að halda heilsu.

COVID-19 og Astmi
Sjúklingar með meðalslæman og alvarlegan astma eru skilgreindir sem áhættuhópur. Þetta eru þeir sjúklingar sem eru daglega með astmaeinkenni þrátt fyrir fulla lyfjameðferð eins og andþyngsli, mæði, hósta, ýl og surg en á ekki við þá sem eru með vægan astma.