Fara í efni

Fórst þú seint að sofa? Það er jafnvel hægt að sjá það á vigtinni

Það er almennt vitað að það er hollara að fara snemma að sofa en að vaka langt fram eftir nóttu. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að ef fólk leggur í vana sinn að fara seint að sofa séu meiri líkur á að það bæti á sig kílóum.
Fórst þú seint að sofa? Það er jafnvel hægt að sjá það á vigtinni

Það er almennt vitað að það er hollara að fara snemma að sofa en að vaka langt fram eftir nóttu. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að ef fólk leggur í vana sinn að fara seint að sofa séu meiri líkur á að það bæti á sig kílóum.

Það var fyrirtækið Jawbone UP sem stóð fyrir könnuninni. Niðurstöður hennar eru byggðar á upplýsingum sem fást í gegnum armband frá fyrirtækinu en fólk ber armbandið, sem skráir niður upplýsingar um hreyfingu og svefn, og notendur þess geta skráð upplýsingar um hvað þeir borða og drekka. Unnið var úr göngum frá mörg hundruð þúsund notendum armbandsins að sögn Metro.

Kristin Aschbacher, greinandi hjá Jawbone, sagði að A-manneskjur hafi í heildina borðað hollari mat en B-manneskjur ef miðað er við þau gögn sem unnið var úr. Fólk sem fer að sofa eftir klukkan 23 er líklegra til að borða og drekka meira og innbyrðir að meðaltali 220 fleiri hitaeiningar á dag en þeir sem fara að sofa fyrir klukkan 23.

Það er því kannski góður heilsufarslegur ávinningur af því að fara snemma að sofa og minni líkur að á kílóunum á líkamanum fjölgi.