Fara í efni

Hollráð

Reykjavíkur maraþon haldið í 33. sinn þann 20.ágúst n.k – ert þú búin/n að skrá þig?

Reykjavíkur maraþon haldið í 33. sinn þann 20.ágúst n.k – ert þú búin/n að skrá þig?

Mikill fjöldi fólks, bæði Íslendingar og erlendir hlauparar undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem ræst verður í Lækjargötunni laugardaginn 21. ágúst í 33. sinn.
6 hollráð að meiri orku og jafnvægi

6 hollráð að meiri orku og jafnvægi

Hefur þú glímt við orkuleysi? Ég hef svo sannarlega upplifað það síðustu mánuði og tók eftir því að það hafði mikil áhrif á mig andlega og líkamlega. Þetta getur skapað einhverskonar vítahring, því ef við komum ekki hlutunum í verk sem við erum vön, eða langar til þess að gera, getum við orðið leið eða svekkt yfir því, og þegar við verðum leið eru líkurnar enn minni að við komum okkur af stað aftur.
Matur þeirra minnstu

Matur þeirra minnstu

Ráðleggingum um mataræði ungbarna var breytt árið 2003. Járnbætt stoðmjólk var þá ráðlögð í stað venjulegrar kúamjólkur frá sex mánaða til tveggja ára aldurs.
Heimatilbúin sólarvörn

Heimatilbúin sólarvörn úr kókósolíu

Hérna er ódýr og frábær lausn til að verja sig gegn sterkum sólargeislum.
7 leiðir til þess að nota ferska myntu

7 leiðir til þess að nota ferska myntu

Þar sem margir í kringum okkur glíma við flensu er kjörið að styðja við heilsuna og hreinsun líkamans og ónæmiskerfi og eru ferskar kryddjurtir þá tilvaldnar. Í dag langar mig að segja þér betur frá myntu. Ef þú finnur þig hugmyndasnauða með hvernig þú ættir að nota hana er þessi grein aldeilis fyrir þig og færðu 7 dásamlegar leiðir frá mér til þess að nota myntu!
Hvernig á að halda í hollustu á ferðalaginu?

Hvernig á að halda í hollustu á ferðalaginu?

Eitt af því sem ég er gjarnan spurð að er hvernig ég borða hollt þegar ég er á ferðalagi. Með stærstu ferðamannahelgi ársins að baki finnst mér upplagt að svara því svo þú getir hugað að heilsunni og liðið æðislega þegar þú ferð næst á flakk! Svar mitt við þessari spurningu er að þetta snýst fyrst og fremst um skipulag. Ég veit að það er ekkert sérstaklega spennandi svar en þú kemst fljótt upp á lagið með að skipuleggja þig og það gerir ferðalagið þúsund sinnum ánægjulegra. Ég tek það sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt til að viðhalda orku, góðri meltingu og vellíðan með mér. Það leiðinlegasta sem ég veit er að fara í ferðalag og koma til baka þrútin, orkulaus og nokkrum kílóum þyngri. Ég gafst upp á því fyrir löngu og ég vona að greinin í dag og leiðarvísir minn auðveldi þér að velja hollt á flakkinu í sumar.
Hér er ástæða þess að allir ættu að borða avókadó daglega

Hér er ástæða þess að allir ættu að borða avókadó daglega

Avókadó er örugglega einn af hollustu ávöxtum á jörðinni.
Hvernig best er að geyma avókadó í 6 mánuði ?

Hvernig best er að geyma avókadó í 6 mánuði ?

Það er endalaust hægt að borða avókadó og njóta þess í botn. Allavega geta flestir notið þess að borða eins og eitt á dag.
Hvernig er best að geyma og nota kryddjurtirnar þínar?

Hvernig er best að geyma og nota kryddjurtirnar þínar?

Um daginn deildi ég með þér þeim æðislegu heilsuvávinningum sem við fáum úr kryddjurtum þar á meðal með sterkara ónæmiskerfi og minni bólgum og hvernig ég planta þeim. Í dag langar mig að deila með þér hvernig ég geymi þær svo þær endist sem lengst og út í hvað ég nota þær.
Viðbættur sykur inniheldur engin næringarefni

Ekki leyfa glútenfríu vörunum að plata þig!

Glútenfrítt kex! Það hlýtur nú að vera hollt
6 hollráð að hraðari brennslu og auknu þyngdartapi

6 hollráð að hraðari brennslu og auknu þyngdartapi

Í dag langar mig að deila með þér nokkrum hollráðum sem styðja við aukin efnaskipti í líkamanum, semsagt brennsluna þína. Ég hef tekið eftir því að margir kvarta sáran yfir því að púla í ræktinni 6 sinnum í viku og ekkert gerist og pirra sig yfir því hvað árangurinn kemur seint. En málið er að þetta byrjar allt innan frá og í rauninni skiptir mun meira máli hvað þú setur ofaní þig, frekar en hversu oft þú hreyfir þig, þó það sé líka partur af þessu öllu saman
Hvernig á að rækta þinn eigin kryddjurtagarð

Hvernig á að rækta þinn eigin kryddjurtagarð

Ég elska kryddjurtir, þær eru svo frískandi og dásamleg viðbót í mataræðið. Getur þú verið sammála? Kryddjurtir eru einnig fullar af andoxunarefnum sem styðja við ónæmiskerfið og geta haft bólgueyðandi áhrif. Þær styðja einnig við hreinsun líkamans og eru ríkar af vítamínum og steinefnum eins og A, B og C vítamínum og kalki. Í dag langar mig að sýna þér einfalda leið að sá kryddjurtum, ef þú ert að byrja.
Hæ! Þú ert ekki að frysta ísmolana rétt! - SVONA ferðu að!

Hæ! Þú ert ekki að frysta ísmolana rétt! - SVONA ferðu að!

Aldrei lent í því að verða uppiskroppa með klaka í miðju barnaafmæli? Hvað með kvöldverðarboðið sem á að hefjast innan klukkutíma? Hvað gerir fólk þegar klakarnir eru á þrotum og klukkan er kortér í besta matarboð heims?
Sannleikurinn um sykur og megrunarkúra

Sannleikurinn um sykur og megrunarkúra

Dorrit Moussaieff forsetafrú opnaði Foodloose fyrirlesturinn síðastliðin fimmtudag með því að segja “ Ég vona að Ísland verði fyrst þjóða til þess að banna unnin sykur. Þar á meðal innflutning á hvítu hveiti og unnum kolvetnum og sykri” Þótti þetta vel við hæfi enda viðfangsefni dagsins rannsókn á sykri, fitu og mataræði nútíma mannsins. Fram komu einnig nokkur þekkt andlit heilsugeirans þar á meðal Dr. Assem Malhotra, Gary Taubes, Axel F. Sigurðarsson hjartasérfræðingur, prófessor Tim Noakes, Denise Minger og Dr. Tommy Wood.
3 hlutir sem breyttu því hvernig ég horfi á heilbrigðan lífsstíl

3 hlutir sem breyttu því hvernig ég horfi á heilbrigðan lífsstíl

Finnst þér þú óviss þegar kemur að hollu mataræði og finnst þér þú stöðugt vera að neita þér um hluti? Eða upplifir þú þetta vera erfitt og missir tökin um leið og annríki kemur upp? Í dag langar mig að deila með þér þeim 3 hlutum sem hjálpuðu mér að ná því jafnvægi og mynda þann lífsstíl sem ég elska, ásamt því að upplifa aldrei eins og ég sé að neita mér um eitthvað eða að pína mig áfram.
Framtíð heilsu og næringar með Dr. Tommy

Framtíð heilsu og næringar með Dr. Tommy

Þar sem heilsufyrirlesturinn Foodloose er næstkomandi fimmtudag, 26.maí fannst mér upplagt að taka viðtal við Dr. Tommy Wood, einum af talsmönnum fyrirlestursins. Tommy stundaði nám í lífefnafræði við háskólann í Cambridge ásamt læknisgráðu við Oxford Háskóla. Núna er hann að klára doktorsgráðu í lífeðlis- og taugafræði við Háskólann í Osló. Tommy er því afar fróðleiksfús og ég held að viðtalið muni virkilega gagnast þér.
Heimagerður andlitsmaski sem fær húðina til að ljóma

Heimagerður andlitsmaski sem fær húðina til að ljóma

Vissir þú að maí er mánuður fegurðar? Rómverjarnir skírðu mánuðinn í höfuð á gyðjunni Maius (May) sem er einkum kennd við vöxt plantna og blóma, býður maí uppá fullkomið loftslag fyrir slíkt. Í tilefni af þessum “fegurðar” mánuði langar mig að deila með þér æðislegum heimagerðum (DIY) andlitsmaska úr aðeins fjórum innihaldsefnum til að draga fram þennan ljóma.
Borðar þú of mikið af dýraafurðum? Prófaðu þessa uppskrift..

Borðar þú of mikið af dýraafurðum? Prófaðu þessa uppskrift..

Ég póstaði mynd um daginn á Instagraminu mínu af dásamlegum rétti sem ég hafði hent saman. Mér finnst mjög gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu og nota það hráefni sem ég á til inn í ísskáp, stundum heppnast það rosalega vel og stundum kannski ekki alveg. :) En í þetta skipti var ég mjög ánægð með útkomuna og fékk nokkrar beiðnir um uppskrift af réttinum. Mig langaði því að deila henni með þér í dag.
Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…

Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…

Vantar þig meiri orku seinnipartinn? Margir upplifa þreytu, slen og orkuleysi seinnipart dags og algengt er að þá sé gripið í kaffi eða kex. En líkaminn leitar alltaf í skjóta orku þegar hann er þreyttur og þá koma upp langanir í sykur eða annað sem styður ekki við okkur. Í dag langaði mér því deila með þér uppskrift sem ég nýti mér gjarnan til þess að koma í veg fyrir orkuleysi seinni partinn og sem styður við seddu og vellíðan fram að kvöldmat.
7 einföld millimál sem gefa orku

7 einföld millimál sem gefa orku

Vantar þig stundum hugmyndir af millimálum? Ég hef tekið eftir því að mörgum vantar fleiri hugmyndir af góðum millimálum og eitthvað til að grípa með sér eða setja í nestisboxið. Ef þú finnur þig oft hugmyndasnauða að einhverju orkuríku til að grípa þér í milli mál er greinin í dag eitthvað fyrir þig. Við tókum saman 7 einföld og bragðgóð millimál sem gefa þér þessa orku sem þú þarft til að halda út daginn og um leið styðja við vellíðan og heilsu.
Hversu miklu máli skipta millimál í rauninni?

Hversu miklu máli skipta millimál í rauninni?

Skipta millimál máli? Mín reynsla: Já þau skipta miklu máli! Að sjálfsögðu erum við öll ólík og með mismunandi þarfir og ég ætla ekki að fullyrða að eitt gildi fyrir alla. En mín reynsla er sú að þau séu mjög mikilvæg, ekki bara til þess að halda okkur fullnægðum yfir daginn, heldur líka til þess að koma í veg fyrir langanir í sykur og óhollustu.
Það borgar sig að eiga góð sólgleraugu

Að velja réttu sólgleraugun

Sólarljósið og þá sérstaklega “ultraviolet” UV geislarnir hafa verið tengdir við nokkra augnsjúkdóma eins og t.d starblindu.
Komdu þér framúr með þessari morgunrútínu

Komdu þér framúr með þessari morgunrútínu

Ég verð bara að segja þér nokkuð En þetta hjálpaði mér að fara frá því að vera uppí 30 mín að vakna almennilega á morgnanna stöðugt að hugsa um að fara aftur undir sæng, yfir í að upplifa mig fríska og orkumikla strax fyrstu 5 mínútur af deginum. Og í þokkabót styður þetta við hreinsun, eykur brennslu og bætir orkustig yfir daginn… (og er ekki síður ágæt skemmtun)
Skiptir púlsinn máli?

Skiptir púlsinn máli?

Ég fékk senda spurningu um daginn um hversu miklu máli það skiptir að ná púlsinum upp og mig langaði aðeins að koma inná það í greininni í dag. En svarið er að það fer algjörlega eftir þínum markmiðum og hvaða árangur þú ert að leitast eftir. Hámarkspúls er reiknaður útfrá aldri og getur þú fundið þinn með því að draga aldur frá 220, semsagt 220 - aldur (meðaltal). Þetta er alls ekki 100% þar sem við erum öll svo einstök en það er hægt að miða við þetta í 90% tilvika.