Fara í efni

Hér er ástæða þess að allir ættu að borða avókadó daglega

Avókadó er örugglega einn af hollustu ávöxtum á jörðinni.
Hér er ástæða þess að allir ættu að borða avókadó daglega

Avókadó er örugglega einn af hollustu ávöxtum á jörðinni.

Hann er stútfullur af næringarefnum og þá sérstaklega hollu og góðu fitunni sem gerir okkur svo gott. Avókadó er í alla staði ávöxtur sem gerir öllum gott.

Þessi ávöxtur bragðast einstaklega vel og hann ætti að borða daglega.

En, það þarf aðeins að fara varlega því hann er ríkur af kaloríum. Þó avókadó innihaldi góðu einómettuðu fituna í háu hlutfalli, sem er mjög gott því þessi fita er afar góð til að minnka líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og fitan getur lækkað kólestról í blóði.

Samkvæmt nýrri rannsókn frá The American Heart Association, kom í ljós að ef þú borðar avókadó daglega þá ertu að minnka líkur á hjartasjúkdómum og lækka kólestról í blóði.

Ef þú ert í áhættuhóp þegar kemur að hjartasjúkdómum þá er mælt með því að borða avókadó daglega.

Í þessari rannsókn tóku 45 manns þátt og þau áttu oll það sameiginlegt að vera of þung og með of hátt kólestról. Þetta voru karlmenn og konur frá 21.árs til 70 ára.

Þau voru flokkuð í þrjá hópa þar sem hver hópurinn var settur á mismunandi mataræði, en allt mataræði sem á að styðja við lækkun á kólestróli.

Í fyrsta  hópnum var mataræðið um 24% fita, næsta var um 34% fita án avókadó og þriðja var um 34% fita með avókadó.

Allt þetta mataræði lækkaði LDL kólestról þátttakenda, en það er versta tegund af kólestróli. En þau sem borðuðu mataræðið með avókadó voru með lang bestu niðurstöður. Þeirra LDL kólestról lækkaði um 13 punkta, miða við 8 punkta hjá hinum.

Samkvæmt sérfræðingum þá ætti 1 avókadó að vera í daglegu hollu mataræði hjá öllum.

Nú er það ekki bara “epli á dag kemur heilsunni í lag” heldur er það líka “avókadó á dag kemur heilsunni í lag”.

Prufið að bæta avókadó í mataræðið daglega og sjáið hvort þið finnið einhvern mun.

Heimild: homehealthyrecipies.com