Fara í efni

Að velja réttu sólgleraugun

Sólarljósið og þá sérstaklega “ultraviolet” UV geislarnir hafa verið tengdir við nokkra augnsjúkdóma eins og t.d starblindu.
Það borgar sig að eiga góð sólgleraugu
Það borgar sig að eiga góð sólgleraugu

Sólarljósið og þá sérstaklega “ultraviolet” UV geislarnir hafa verið tengdir við nokkra augnsjúkdóma eins og t.d starblindu.

Það er erfitt að forðast sólina en það er einfalt að verja augun með því að nota sólgleraugu. Sólgleraugu þurfa ekki að vera frá dýrum merkjum hönnuða til þess að virka vel.

Sólgleraugu eru merkt samkvæmt viðmiðunarreglum vegna UV varnar.

Það eru tvær týpur af UV geislum sem að hafa áhrif á heilsuna og eru þeir:

UVA, eru geislarnir er gera okkur brún og orsaka ótímabæra öldrun á húðinni.

UVB, eru þeir geislar er orsaka sólbruna og húðkrabbamein. En stór hluti af þessum geislum gufa upp í andrúmslofti ósónlagsins.

En áður en þú ferð út að kaupa þér sólgleraugu skaltu lesa ANSI merkinguna og mundu, sólgleraugu þurfa ekki að vera rándýr til að virka vel.

Létt litaðar linsur eru góðar fyrir daglega notkun. Þær hamla um 70% af UVB geislum og 20% af UVA geislum og einnig 60% af dagsljósi.

Meðal til dökkra linsa eru góðar fyrir flest allt sem þú gerir úti við í sólskini. Þau hamla 95% af UVB, 60% af UVA og 60 til 90% af dagsljósi. Flest öll sólgleraugu eru í þessum flokki.

Mjög dökkar linsur sem eru með UV hömlun er mælt með á nota á stöðum þar sem að mikið sólarljós er eins og t.d á ströndinni eða á skíðum. Þau hamla 99% af UVB, 60% af UVA og 97% af dagsljósi.

En mundu að dekkri linsa er ekki endilega betri vörn gegn UV geislum en þessar ljósari.

Ef þú ert ekki viss um hvernig sólgleraugu þú ættir að kaupa, eða þú heldur að þú gætir verið í áhættu hóp þeirra sem fá augnsjúkdóma, skaltu leita til augnlæknis.

Heimildir: Health Report frá Harvard Medical School