Fara í efni

Grísk jógurt með hollustu í fyrirrúmi

Grísk jógurt með hollustu í fyrirrúmi

Grísk jógúrt með hollustu í fyrirrúmi

Byrjum janúar á frábærri grískri jógúrt fullri af hollustu. Þetta er uppskrift sem Bergþóra Steinnun sölustjóri Heilsutorgs hendir í reglulega. 

“Þetta er frábært í hádegismatinn eða sem millimál sem tekur enga stund að græja.”  
Segir Bergþóra í örstuttu viðtali sem undirritaður og eiginmaður Bergþóru, tók við hana við eldhúsborðið.  
Hvað tekur langan tíma að taka til þessa máltíð? 
Þetta tekur nú ekki nema örfáar mínútur, sem gerir þetta ennþá betra, segir Bergþóra. 

Hér koma innihaldsefni: 

  • Grísk jógúrt, ósykruð er best  
  • Múslí að eigin vali, heimatilbúið eða keypt 
  • Pera / mangó / epli - nota það sem til er, stundum einn ávöxt og stundum alla 
  • Döðlur í bitum gefa frábæra sætu 
  • Granat epli, gerir skálina einstaklega fallega og í þokkabót ennþá bragðbetri