Fara í efni

Hollráð

Joðskortur mælist í fyrsta sinn hér á landi vegna breytts mataræðis

Joðskortur mælist í fyrsta sinn hér á landi vegna breytts mataræðis

Joðskortur er í fyrsta sinn farinn að mælast á Íslandi vegna breytts mataræðis. Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði segir að bregðast þurfi strax við enda geti mikill joðskortur valdið þroskaskerðingu í börnum.
Uppáhalds vörurnar mínar

Uppáhalds vörurnar mínar

Ég fæ oft fyrirspurnir um það hvaða vörur ég nota svo mér datt í hug að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa dagana! Ég vona að þetta gefi ykkur innblástur fyrir sykurlausar vörur sem hægt er að kaupa.
Hvernig Kolbrún náði að “þjálfa hugann” að vilja ekki lengur sykur!

Hvernig Kolbrún náði að “þjálfa hugann” að vilja ekki lengur sykur!

Ég varð bara að deila þessu með þér. Eitt af því sem gleður okkur hjá Lifðu til fulls hvað mest, er að heyra árangurssögur og við gætum ekki ekki verið stoltari af Kolbrúnu. Kolbrún skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið fyrr á árinu í von um að ná þeirri heilsu og líkama sem hún hafði lengi þráð. Þið sem fylgist með mér kannist kannski við hana úr Facebook þar sem ég tók viðtal við hana fyrir stuttu.. Það reyndist svo hvetjandi fyrir þátttakendur námskeiðsins að heyra af árangri hennar og vellíðan, að ég varð að fá hana í frekara spjall um ferlið og upplifun hennar.
BESTA heilsuráðið sem enginn lét þig vita af

BESTA heilsuráðið sem enginn lét þig vita af

Um daginn talaði ég um efnaskipti og hvernig við getum aukið fitubrennsluna okkar með 10 hollráðum. Ef þú misstir af því þá getur þú lesið um það hér. Ég skildi hins vegar eitt af mikilvægustu hollráðunum eftir því það á skilið að fá heilt fréttabréf út af fyrir sig, því það er svo mikilvægt.
7 hollráð fyrir heilsusamlegri páska

7 hollráð fyrir heilsusamlegri páska

Við þekkjum það allar að páskarnir einkennast oft af miklu súkkulaðiáti, uppþembu eftir páskaboðin og rútínu sem fer út um þúfur.. Kannast þú við þetta? Góðu fréttirnar eru að þetta þarf alls ekki að vera þinn raunveruleiki. Þú hefur alltaf val! Þín upplifun á ekki að vera sú að þú sért að missa af eða að heilbrigður lífsstíll komi öðrum þáttum í lífinu þínu úr jafnvægi og því er ætlunin ekki að banna þér að njóta. Því það er líka hægt að njóta sín með hollari valkostum.. Hér koma 7 hollráð til þess að gera páskana fulla af notalegheitum, skynsamlegu jafnvægi, orku og vellíðan.
6 óvanaleg merki um vökvatap í líkamanum

6 óvanaleg merki um vökvatap í líkamanum

Andardráttur, húð og vöðvar geta verið að senda þér merki um að líkaminn sé að ganga verulega á vökvabirgðirnar.
10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2018!

10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2018!

Eins og alltaf voru janúar og febrúar alveg pakkaðir hjá mér. Það er alltaf mikið að gera í kringum sykurlausu áskorunina, auk þess sem við opnuðum á ný fyrir skráningar á “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðið. Það er greinilegt að byrjun árs er tíminn sem allir vilja taka heilsuna í gegn og skráningar í ár slógu öll met hjá okkur! Eitt af því sem ég geri alltaf í upphafi árs, sem ekki gafst tími í, er að rifja upp vinsælustu greinar og uppskriftir frá liðnu ári. Þetta er gott tækifæri til að rifja upp girnilegar uppskriftir og sjá eitthvað sem þú gætir hafa misst af!
Það sem allir ættu að vita um fitu : Læknir útskýrir

Það sem allir ættu að vita um fitu : Læknir útskýrir

Fita hefur fengið á sig slæmt nafn. Sumir segja að hún geri okkur feit, henni er kennt um hjartasjúkdóma og offitu. Aðrir segja að mettuð fita sé slæm en grænmetisolíur séu hins vegar góðar…svona væri hægt að telja upp lengi vel.
7 ráð til að minnka sykurneyslu

7 ráð til að minnka sykurneyslu

Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum. Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu.
5 leiðir til að draga úr bólgum og ná tökum á heilbrigðri meltingu og þarmaflóru

5 leiðir til að draga úr bólgum og ná tökum á heilbrigðri meltingu og þarmaflóru

Ef þú hefur áhyggjur af því að bólgur séu að hafa slæm áhrif á meltinguna þá eru hér fimm ráð sem gætu hjálpað þér.
5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið? Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði. Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló sitja eftir. Með grein dagsins muntu þó sjá að það er vel hægt að forðast mistökin.
Svona setur þú þér markmið og nærð þeim

Svona setur þú þér markmið og nærð þeim

,,Ég set mér oft markmið en gefst svo uppá þeim, hvernig á ég að setja mér markmið sem ég næ?” Þetta er áhugaverð spurning sem við fengum senda frá lesanda og mér fannst kjörið að nýta nýja árið í að svara henni enda eru heilsumarkmið eflaust mörgum ofarlega í huga núna. Í janúar fyllast oft líkamsræktarstöðvar af fólki með há markmið sem oft á tíðum fara sér of geyst og gefast fljótlega upp.
Áramótaheitin tilbúin? Hentu þeim í ruslið og lestu þetta..

Áramótaheitin tilbúin? Hentu þeim í ruslið og lestu þetta..

Það er komið nýtt ár! Í upphafi árs finnst mér gott að fara yfir árið sem var að líða, en fyrst og fremst undirbúa mig fyrir þetta nýja. Ég reyni að dvelja ekki of lengi í fortíðinni, nema til þess að læra af henni. Hér eru nokkrar spurningar sem þú getur haft í huga ef þú vilt fara í gegnum smá sjálfskoðun með þeim tilgangi að bæta þig og læra:
Ljósmynd: Steinunn Matthíasdóttir

Ástin þarf að vera til staðar í öllu

Elísabet Anna Finnbogadóttir segist ástfangin af jóga. Hún stundar jóga á hverjum degi auk annarrar hreyfingar á borð við hlaup, sund og göngu. Hún hugar vel að mataræðinu og mælir með Feel Iceland vörunum sem hún tekur daglega.
Nýttu þér ,,Mindful eating” til að koma í veg fyrir jólakíló...

Nýttu þér ,,Mindful eating” til að koma í veg fyrir jólakíló...

Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir. Lengi vel borðaði ég yfir mig á hátíðum og hugsaði með mér að ég gæti reddað því með því að fara í ræktina daginn eftir og svitna vel til að halda dampi. Slíkt skilaði þó aldrei góðum árangri. Ofát af hvaða tagi sem er, hvort sem um er að ræða hollan eða óhollan mat, eykur álag á meltingunni, veldur sleni og þyngdaraukningu. Ástæðan fyrir þessum fylgikvillum er í raun einföld stærðfræði þar sem við innbyrðum kaloríur umfram það magn sem líkaminn þarf á að halda.
Nærðu ekki árangri? Segðu bless við þessa 2 hluti…

Nærðu ekki árangri? Segðu bless við þessa 2 hluti…

Hefur þú pælt í því hvað hugurinn þinn er sterkur? Ég strögglaði í mörg ár við heilbrigðan lífsstíl áður en ég fann út hvað mikilvægasta púslið í heildarmyndinni var: Hugurinn! Þegar ég fór að kafa djúpt ofan í þann hluta fór ég fór ég loksins að upplifa breytingar og finna fyrir þessum AHA mómentum. Ég fann vel fyrir breytingunni sem varð innra með mér og það skilaði sér fljótt í líkamlegum ávinningi.
Konur og ketó

Konur og ketó

Ég verð bara að segja þér nokkuð um ketó mataræðið, Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði.
Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!

Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!

Við erum 6 ára! Í tilefni afmælismánaðar Lifðu til fulls deili ég með þér 6 vinsælustu uppskriftum og bloggfærslum okkar tíma og sérstöku afmælistilboði á uppskriftabókinni Lifðu til fulls! Ef þú átt eftir að næla þér í eintak af uppskriftabókinni mæli ég með að gera svo núna enda takmarkað magn eftir! Þar færðu yfir 100 ómótstæðilegar uppskriftir sem henta hvaða tilefni sem er! Ég og við hjá Lifðu til fulls teyminu erum ótrúlega þakklát fyrir samfylgdina og stuðninginn síðstu ár, en hann hefur verið ómetanlegur og værum við ekki ennþá starfandi væri það ekki fyrir ykkur.
Rauðrófusafi fyrir bleikan október

Rauðrófusafi fyrir bleikan október

Í tilefni bleiku slaufunnar í október langar mig að deila mér þér helstu fæðunni til að borða sem forvörn gegn krabbameini ásamt gómsætum og fagurbleikum uppskriftum. Á haustin þykir mér kjörinn tími til að taka hreinsun með fæðu til að efla ónæmiskerfið og hrista burtu slappleika sem getur komið og þá þykir mér kjörið að bæta þessari fæðu við mataræðið enda styður hún við afeitrun líkamans.
Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins oestrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn. Síðustu daga hef ég verið að ræða við þær konur sem eru skráðar í Nýtt líf og Ný þú þjálfunina sem hófst í síðustu viku en vegna vinsælda höfum við framlengt skráningarfrestinn út morgundaginn! Ég hef tekið eftir mynstri sem ég hef svo oft séð áður.. Margar af þeim upplifa sig strand og fastar í vítahring þreytu, aukakílóa og orkuleysis og vita ekki hvernig þær eiga að koma sér af stað. Þær ætla alltaf að byrja á morgun en svo verður ekkert úr því. Er þetta eitthvað sem þú kannast við?
Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?

Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?

Þyngdaraukning og erfiðleikar við að losna við aukakílóin er eitt helsta einkenni þess að brennslan sé farin að hægjast hjá okkur. Önnur algeng einkenni geta verið vanvirkur eða latur skjaldkirtill, þurrkur í hári eða húð, erfiðleikar með einbeitingu og kulsækni. Breytingaskeiðið getur sannarlega spilað hlutverk í hægari brennslu enda er talið að brennslan hægist um 5% við hvern áratug eftir breytingaskeið og þá er algengt að konur bæti á sig að meðaltali 5-8 kílóum sem setjast aðallega á kviðinn.
Himneskt chai búst og formúlan að fullkomnum drykk

Himneskt chai búst og formúlan að fullkomnum drykk

Í dag deili ég með þér uppáhalds bústinu mínu þessa dagana, chai krydduð himnasending, sem og formúlu til að gera þitt eigið búst heima - sem smakkast alltaf jafn vel! Chai bústið mitt gefur þér góða orku út daginn og dregur sérstaklega úr bólgum og bjúg! Það er smá galdur á bakvið fullkomið búst og snýr það helst að því að hafa rétt hlutföll hráefna svo hægt sé að draga fram gott bragð og að hafa drykkinn sem næringaríkastan.
Matcha orka í tveimur útgáfum

Matcha orka í tveimur útgáfum

Ég er með algjört æði fyrir matcha! Ef þú glímir við orkuleysi eða streitu er matcha te-ið eitthvað sem þú vilt kynna þér betur! Ég deili með þér ma