Þrátt fyrir allar áskoranir og hindranir í lífinu þá á að vera gaman og þannig á sjálfsrækt líka að vera.
Ef þér þykir martröð að finna út úr því hvar sykur leynist í matnum þínum er þessi grein fyrir þig. Hér deili ég með þér hvernig ég fer að því að elda án sykurs og vonandi einfalda þér sykurlausa matargerð. Svo deili ég uppskrift að æðislegri fylltri sætri kartöflu.
Eitt af því sem er alveg á hreinu í þessu lífi er að við lærum svo lengi sem við lifum. Lífið er fullt af óvæntum uppákomum og kemur okkur sífellt á óvart.
Þessi sykurlausi Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu er eins og nammi í morgunmat.
Ein girnilegasta sykurlausa myndatakan hingað til er nýafstaðan!
Ég verð að deila uppskriftinni af þessum grænkálsvefjum með þér!
Einfalt, hreint og fljólegt er það sem ég elska í matargerð.
Þetta eru eflaust fljótlegustu og bragðbestu grænkálsvefjur sem ég hef gert, enda hef ég gert þær óteljandi oft. Þær taka innan við tvær mínútur að setja saman og gefa þér góða fyllingu sem endist fram eftir degi.
Það sem er enn betra er þær hjálpa til við að slá á sykurþörfina og jafna blóðsykur.
Ég er ein af þeim sem er alltaf of sein – eða alla vega svona á síðustu stundu.
Þar sem margir í kringum okkur glíma við flensu er kjörið að styðja við heilsuna og hreinsun líkamans og ónæmiskerfi og eru ferskar kryddjurtir þá tilvaldnar.
Í dag langar mig að segja þér betur frá myntu.
Ef þú finnur þig hugmyndasnauða með hvernig þú ættir að nota hana er þessi grein aldeilis fyrir þig og færðu 7 dásamlegar leiðir frá mér til þess að nota myntu!
Eitt af því sem ég er gjarnan spurð að er hvernig ég borða hollt þegar ég er á ferðalagi. Með stærstu ferðamannahelgi ársins að baki finnst mér upplagt að svara því svo þú getir hugað að heilsunni og liðið æðislega þegar þú ferð næst á flakk!
Svar mitt við þessari spurningu er að þetta snýst fyrst og fremst um skipulag. Ég veit að það er ekkert sérstaklega spennandi svar en þú kemst fljótt upp á lagið með að skipuleggja þig og það gerir ferðalagið þúsund sinnum ánægjulegra. Ég tek það sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt til að viðhalda orku, góðri meltingu og vellíðan með mér. Það leiðinlegasta sem ég veit er að fara í ferðalag og koma til baka þrútin, orkulaus og nokkrum kílóum þyngri. Ég gafst upp á því fyrir löngu og ég vona að greinin í dag og leiðarvísir minn auðveldi þér að velja hollt á flakkinu í sumar.
Um daginn deildi ég með þér þeim æðislegu heilsuvávinningum sem við fáum úr kryddjurtum þar á meðal með sterkara ónæmiskerfi og minni bólgum og hvernig ég planta þeim. Í dag langar mig að deila með þér hvernig ég geymi þær svo þær endist sem lengst og út í hvað ég nota þær.
Það er fátt meira hressandi en ískaldur íspinni á sólríkum degi sem bráðnar uppí munni þínum og kætir bragðlauka og skap.
Ég elska kryddjurtir, þær eru svo frískandi og dásamleg viðbót í mataræðið. Getur þú verið sammála?
Kryddjurtir eru einnig fullar af andoxunarefnum sem styðja við ónæmiskerfið og geta haft bólgueyðandi áhrif. Þær styðja einnig við hreinsun líkamans og eru ríkar af vítamínum og steinefnum eins og A, B og C vítamínum og kalki.
Í dag langar mig að sýna þér einfalda leið að sá kryddjurtum, ef þú ert að byrja.
Vísindin sýna okkur að þú getur haft áhrif á aðeins 12% af þeim hlutum sem að stjórna því hvort þú ert hamingjusöm eða ekki. Hamingjusamasta fólkið í kringum okkur skilur þetta og ef þú tekur réttar ákvarðanir og val að þá eru þessi 12% nóg.
Dorrit Moussaieff forsetafrú opnaði Foodloose fyrirlesturinn síðastliðin fimmtudag með því að segja “ Ég vona að Ísland verði fyrst þjóða til þess að banna unnin sykur. Þar á meðal innflutning á hvítu hveiti og unnum kolvetnum og sykri”
Þótti þetta vel við hæfi enda viðfangsefni dagsins rannsókn á sykri, fitu og mataræði nútíma mannsins.
Fram komu einnig nokkur þekkt andlit heilsugeirans þar á meðal Dr. Assem Malhotra, Gary Taubes, Axel F. Sigurðarsson hjartasérfræðingur, prófessor Tim Noakes, Denise Minger og Dr. Tommy Wood.
Þar sem heilsufyrirlesturinn Foodloose er næstkomandi fimmtudag, 26.maí fannst mér upplagt að taka viðtal við Dr. Tommy Wood, einum af talsmönnum fyrirlestursins.
Tommy stundaði nám í lífefnafræði við háskólann í Cambridge ásamt læknisgráðu við Oxford Háskóla. Núna er hann að klára doktorsgráðu í lífeðlis- og taugafræði við Háskólann í Osló. Tommy er því afar fróðleiksfús og ég held að viðtalið muni virkilega gagnast þér.
Vissir þú að maí er mánuður fegurðar?
Rómverjarnir skírðu mánuðinn í höfuð á gyðjunni Maius (May) sem er einkum kennd við vöxt plantna og blóma, býður maí uppá fullkomið loftslag fyrir slíkt.
Í tilefni af þessum “fegurðar” mánuði langar mig að deila með þér æðislegum heimagerðum (DIY) andlitsmaska úr aðeins fjórum innihaldsefnum til að draga fram þennan ljóma.
Vantar þig stundum hugmyndir af millimálum?
Ég hef tekið eftir því að mörgum vantar fleiri hugmyndir af góðum millimálum og eitthvað til að grípa með sér eða setja í nestisboxið.
Ef þú finnur þig oft hugmyndasnauða að einhverju orkuríku til að grípa þér í milli mál er greinin í dag eitthvað fyrir þig.
Við tókum saman 7 einföld og bragðgóð millimál sem gefa þér þessa orku sem þú þarft til að halda út daginn og um leið styðja við vellíðan og heilsu.
Ég stökk núverið til London á ráðstefnu og kom til baka með fulla ferðatösku af heilsuvörum og sköpunargleði fyrir því sem er framundan hjá Lifðu Til Fulls.
Ég verð bara að segja þér nokkuð
En þetta hjálpaði mér að fara frá því að vera uppí 30 mín að vakna almennilega á morgnanna stöðugt að hugsa um að fara aftur undir sæng, yfir í að upplifa mig fríska og orkumikla strax fyrstu 5 mínútur af deginum.
Og í þokkabót styður þetta við hreinsun, eykur brennslu og bætir orkustig yfir daginn… (og er ekki síður ágæt skemmtun)
Við könnumst flest við sofa illa, liggja andvaka uppí rúmi að reyna að finna réttu stellinguna eða vakna upp um nóttina í svitakasti.
Svefn spilar gríðarlegu hlutverki í getu líkamans að brenna fitu, einbeita okkur að krefjandi verkefnum og einnig spilar góður svefn hlutverk í langtímaheilsu okkur eins og ég sagði frá hér í síðustu viku.
Hefur þú einhverntíman stigið á vigtina og orðið svekkt á sjálfri þér?
Ef svo er er þetta bréf fyrir þig í dag...
Þetta er nokkuð sem ég trúi að geti breytt hugmyndum þínum um vigtina og hvort þú þurfir nokkuð á henni að halda.
Fyrir næstum 200 árum síðan tók írskur læknir eftir því að brjóstverkir (hjartaöng) voru mun sjaldgæfari í Frakklandi en á Írlandi. Hann rakti þetta til þess hvernig Frakkar lifa lífinu og lífsvenja þeirra.
Svefnlaus? Vantar þig smá aðstoð og góð ráð ? leitaðu ekki lengra því hér eru nokkur afar snjöll og einföld ráð til að ná sem bestum nætursvefni eins og mögulegt er.