Fara í efni

Magnað húðflúr ungrar stúlku: „Ég hef það fínt! Hjálpaðu mér!“

Fegurstu flúrin eru oftlega þau persónulegu líkamslistaverk sem fela í sér dýpri merkingu, en þá eru ótalin önnur sem endurspegla sálarlífið og sýna með berum augum hvað býr oftlega að baki björtu brosi.
Magnað húðflúr ungrar stúlku: „Ég hef það fínt! Hjálpaðu mér!“

Fegurstu flúrin eru oftlega þau persónulegu líkamslistaverk sem fela í sér dýpri merkingu, en þá eru ótalin önnur sem endurspegla sálarlífið og sýna með berum augum hvað býr oftlega að baki björtu brosi.

Það er ástæða þess að ljósmyndin sem sjá má hér að neðan hefur farið stórum á Facebook undanfarna daga, en hér má sjá húðflúr tvítugrar stúlku sem er með myndarlega áletrun á framanverðu vinstra lærinu.

Stúlkan, sem er bandarískur háskólanemi, heitir Bekah Miles en þó húðflúrið virðist stafa orðinI’M FINE, sem gæti útlagst sem: ÉG HEF ÞAÐ FÍNT, þegar beint á orðin er litið, blasir hjálparákall við þegar lesandinn stendur yfir stúlkunni og gægist yfir öxl hennar. Það er þá og ekki fyrr, sem orðin HELP ME eða HJÁLPAÐU MÉR blasa við, vanmáttugt ákall sem lýsir í hnotskurn líðan margra sem glíma við þunglyndi og kvíða í leynum, en bera höfuðið hátt í fjölmenni.

Bekah Miles er tvítugur háskólanemi og deildi myndinni á Facebook

Þunglyndi og kvíði eru samofnar geðraskanir og hrjáir milljónir einstaklinga um allan heim, en röskunin getur reynst banvæn ef ekkert er að gert. Oftar en ekki er erfitt að greina vanlíðan ástvina og þannig vissu til að mynda örfáir í nærumhverfi hinnar tvítugu Bekah að hún væri að glíma við vanlíðan fyrr en hún valdi að húðflúra þróttmikið ákallið á framanverðan fótlegginn.

Ef þú vilt LESA meira af þessari grein Smelltu þá HÉR. 

Flott grein af SYKUR.IS