Fara í efni

ADHD og kynlíf

ADHD og kynlíf

ADHD, eða athyglisbrestur með ofvirkni, hefur áhrif á fjölda fólks og fjölskyldur þeirra um allan heim.

ADHD kemur ekki fram á nákvæmlega sama hátt hjá öllum og eru einkennin meira að segja mismunandi hjá körlum og konum. Það sem kannski færri vita er að ADHD getur haft áhrif á kynhvötina á gjörólíkan hátt sem passar ekki endilega við hina „dæmigerðu“ staðalímynd af manneskju með ADHD.

Staðalímynd einstaklings með ADHD er oft þannig að hann getur alls ekki slakað á, truflast við minnsta tilefni, tekur hvatvísar ákvarðanir sérstaklega þegar kemur að kynlífi og samböndum. Hann hefur orð á sér fyrir að hafa mikinn áhuga á kynlífi og hafa oft orð á sér fyrir lauslæti.

Hinsvegar virðist ADHD oft birtast sem stanslaus þörf til að slaka á og einstaklingurinn missir alla þrá til að vinna, hreyfa sig og stunda kynlíf. Þeir sem eru með ADHD eiga það til að finna fyrir þunglyndi, stressi og hlutir geta vaxið þeim í augum. Meira að segja hlutir sem „þarf að gera“, sem leiða að fullnægingu getur oft verið eins og skylduverk frekar en eitthvað sem skilar sér í „verðlaunum“.

Að vera í ástarsambandi með manneskju með ADHD getur orðið meira ruglingslegt þegar manneskjan fellur ekki alveg inní staðalímynd manneskju með ADHD. En þegar þú raunverulega skilur manneskjuna og þá einstöku baráttu sem hún stendur fyrir í daglega lífinu mun hún kunna mjög mikið að meta það.

Ef þér eða maka þínum líður eins og þú/hann/hún/hán passi ekki inní staðalímyndina getur verið að þú/hann/hún/hán muni tengja betur við þessi fjögur minna þekktu einkenni ADHD:

 

 

ADHD getur látið manneskju missa kynferðislega löngun í langtímasambandi

Margir með ADHD eru með „allt eða ekkert“ persónuleika. Þú hefur kannski séð þegar manneskja með ADHD finnur eitthvað nýtt áhugamál sem hann/hún/hán er virkilega hrifin af, þá getur það oft orðið þráhyggjukennt. Svo, allt í einu, er áhuginn eins og gufaður upp og jafnvel eitthvað nýtt áhugamál komið til sögunnar, sem tengist kannski ekkert því fyrra.

Þetta gerist vegna þess að ADHD veldur því að heilinn leitar stöðugt eftir nýjum leiðum til að auka dópamín framleiðsluna. Hvort sem það þýðir að byrja að æfa á nýtt hljóðfæri, kafa djúpt í rannsóknir á allskonar málefnum eða verða ástfanginn af nýjum einstakling, þá verður manneskja með ADHD mjög auðveldlega hrifin/n af því sem er nýtt og spennandi.

Þetta sama lögmál á við í kynlífinu jafnvel þó einstaklingurinn laðist enn að maka sínum og vilji vera í ástarsambandi þá getur verið erfitt að halda kynlífinu spennandi eftir fyrstu 6-9 mánuðina. Það er alveg algengt hjá fólki sem er ekki með ADHD en það er alveg extra erfitt fyrir fólk með ADHD að halda kynlífslönguninni á lífi þegar sambandið er komið í reglulegar og þægilegar skorður.

Þeir sem eru með ADHD gætu fundið fyrir skyndilegum leiða í kynlífinu og vegna þess hvernig heili þeirra starfar er ekkert sem þeir geta gert í þessu. Það er ekki endilega þannig að manneskjan vilji fara að halda framhjá, eða vilji verða ástfangin/n af öðrum eða sé óánægð/ur með maka sinn. Heilinn er bara að öskra: „Hey ertu enn að gera það sama, með sömu manneskjunni og þú gerði í seinustu viku og seinasta mánuði? Mér leiðist! að þau þrái ástarsamband, ástfanginn af einhverjum öðrum eða jafnvel óánægður með maka sínum. Heilinn þeirra öskrar í rauninni: „Hey, ertu enn að gera það sama (eða manneskja) og þú gerðir í síðasta mánuði og mánuðinum þar á undan? Mér leiðist. Ég þarf meira dópamín!“

Það er einmitt af þessari ástæðu sem sumt fólk með ADHD eru frábærir rekkjunautar því þeir eru oftast til í prófa allt einu sinni. Það þarf oft ekki annað en nýtt kynlífsleikfang eða bara smá fantasíuleik til að gera þá spennta fyrir kynlífinu á nýjan leik.

 

Young Couple Kissing In Bed

 

Fólk með ADHD getur verið mjög viðkvæmt fyrir óþægindum og sársauka

Það er þekkt að fólk með ADHD getur verið viðkvæmt fyrir tilfinningalegum viðbrögðum eins og hrósi, höfnun og streitu en svo er líka sagt að þeir leiti oft í BDSM. Þetta á auðvitað ekki við um alla með ADHD. Á hinum enda litrófsins getur ADHD stundum haft aðra aukaverkun: ofurnæmni fyrir ákveðnum líkamlegum og kynferðislegum tilfinningum.

Fullt af fólki með ADHD segist hafa fundið spennu og tilfinningalega spennu og losun í iðkun á BDSM. Fyrir sumt fólk með þessa ADHD getur það, að láta binda sig og vera í hlutverki hins undirgefna, gert það að verkum að þau geta slakað á og hætt að ofhugsa hvert einasta augnablik. Það getur líka aukið skynjunina að nota flengingar eða vera með bundið fyrir augun til einbeita sér að kynlífinu og hverri einustu litlu snertingu.

Hjá öðrum geta hins vegar bindingar, flengingar eða endaþarmsmök gagntekið skilningarvit þeirra á neikvæðan hátt sem leiðir til vanlíðunar, líkamlegs sársauka á andlegs áfalls.

Margt fólk með ADHD er afar líkamlega næmt og á jafnvel erfitt með „venjulegustu“ kynlífsathafnir eins og munnmök, leik við endaþarm og samfarir. Þetta sama fólk gæti líka verið líkamlega viðkvæmt. Geta kannski ekki verið í fötum úr ákveðnu efni því það pirrar húðina eða verður að klippa alla miða innan úr fötum því þau séu svo pirrandi.

Það er algengt að fólk sem er svona næmt verði stressað og verði jafnvel fyrir smá áfalli vegna kynlífsathafna sem eru unaður fyrir aðra. Þú skalt því ekki taka því persónulega ef maki þinn, sem er með ADHD, hefur engan áhuga á neinu tengdu BDSM, eða að hann hafi kannski einu sinni prófað það og vilji aldrei gera það aftur.

Ef fólk er með ADHD hefur ekki mikið val um hvað er gott og hvað ekki. Ef eitthvað virkar ekki fyrir einstaklinginn er það bara þannig og ef það á að þvinga manneskjuna í eitthvað þá eru bara líkur á að kynlífslöngunin dvínar enn frekar.

 

 

ADHD getur látið manneskju eiga erfitt með einbeita sér að og njóta unaðar

Þú gætir hafa heyrt um gamla staðalímynd af konu um 1950 sem, getur ekki notið kynlífs með manni sínum og byrjar að skipuleggja innkaupalista vikunnar í hausnum á sér á meðan hún bíður þolinmóð eftir að eiginmaður hennar fái fullnægingu. Það er möguleiki á að konan hefði fullkomlega getað notið kynlífsins ef hún væri bara ekki með ADHD og hún gæti einbeitt sér.

ADHD og einbeiting eru verstu óvinir. Fólk með ADHD getur ekki haldið heilanum áhugasömum fyrir verkefninu sem liggur fyrir og hugurinn reikar inn í dagdrauma og framtíðarplön. Þetta gerist í vinnu og skóla, við skemmtanir og þess vegna er viðbúið að þetta gerist í svefnherberginu líka.

Sjáðu til. Þó svo að fólki með ADHD hafi mjög gaman að einhverju, eins og spjalli við vin eða forleik. með maka, þá á heilinn bara erfitt með að vera í augnablikinu. Fólk með ADHD dagdreymir þegar þeim leiðist og líka þegar þau hafa áhuga á því sem er að gerast. Þetta gerist bara algjörlega án ásetnings, það er bara eins og hugurinn hafi tekið jakkann sinn og gengið út, án fyrirvara.

Ef maki þinn með ADHD verður allt í einu eins og annars hugar í miðju kynlífi þá skaltu kannski tékka á viðkomandi. Það getur verið að viðkomandi sé enn með líkamann á staðnum en hugurinn er farinn að hugsa um eitthvað atvik frá því í grunnskóla eða í hverju hann/hún ætti að vera í veislu um næstu helgi.

Hver sem ástæðan er, þá skuluð þið reyna að koma í núið, saman. Það getur verið gott að skipta um stellingu, eða fara úr venjulegu kynlífi í munnmök eða öfugt. Fyrir fólk með ADHD þýðir það ekki að maður hafi ekki áhuga á kynlífi þó maður missi einbeitinguna. Það gæti þýtt að viðkomandi væri til í að hætta kynlífinu, bara í bili. Ekki taka því persónulega og talið um hvernig ykkur líður. Það getur endað með því að þið komist í stuð aftur.

ADHD getur látið fólki líða eins og það sé A-sexual, þó þau séu það ekki

Eitt af algengustu persónueinkennum ADHD er mikil kynþörf. Margir með ADHD segir að þeir séu stöðugt gröð í kynlíf og sjálfsfróun. Fyrir þetta fólk heldur kynlíf áfram að veita dópamín uppsprettuna sem heilinn þráir alltaf, jafnvel í langtímasambandi.

Það er ekki algengt að heyra um þá sem líður akkúrat öfugt. A-sexual fólk finnur aldrei (eða næstum aldrei) fyrir kynferðislegri löngun í garð annarrar manneskju og hugsa aldrei eða sjaldan um kynlíf og líður ekkert illa með það. Hvort sem þau hafi aldrei fundið fyrir þörf fyrir samfarir síðan þau urðu kynþroska, eða prófað kynlíf sem fullorðið fólk, með fleiri en einum og áttað sig á því að það er einfaldlega ekki fyrir þau, þá er kynleysi (a-sexual) áþreifanlegra hugtak um sjálfsmynd einstaklingsins (sem getur auðvitað breyst með tíma og kringumstæðum, eins og margir þættir kynlífs).

Kynleysi (A-sexual) er ekki bara einhver dýfa í kynhvöt eða bara lítil kynhvöt. Það fellur undir regnhlíf LGBTQIA+ og þegar einhver segist vera A-sexual þýðir það að viðkomandi hafi ekki áhrif á kynlífi með nokkrum manni og líði ekkert illa með það.

Hins vegar geta sumir með mikla kynhvöt stundum spurt sig hvort þeir séu kannski A- sexual, því þeir eigi svo erfitt með að einbeita sér að kynlífinu vegna ADHD. Það er hinsvegar til ástand, kyndeyfð, sem einkennist af erfiðleikum með að fá fullnægingu, sársauka við samfarir og ristruflunum, en þetta getur stafað af streitu, þunglyndi eða aukaverkunum af lyfjum, sem allt getur haft áhrif á þá sem eru með ADHD.

Maki þeirra sem eiga við þennan vanda að stríða, hafa oft áhyggjur og eru stressaðir yfir því að af hverju maki þeirra sé með minni áhuga en í byrjun og hvort viðkomandi sé að halda framhjá.

Hvort heldur sem það er, þá getur ADHD látið manneskju finnast hlutir eins og uppvask, heimavinnu og kynlíf vera eitthvað ógerlegt. Þannig að ef þú ert með kyndeyfð og ADHD getur verið að þú veltir fyrir þér hvort þú hafir nokkurn tímann haft kynhvöt til að byrja með.

Minnkandi löngun og almenn kynþörf er ekki eitthvað sem óhjákvæmilega gerist í öllum langtímasamböndum. Kynlíf þitt mun þróast og breytast eftir því sem þið eldist, og jafnvel munuð þið verða virkari með aldrinum ef þið haldið heilsu. Kannaðu aðrar leiðir til að tengjast og efla nánd – eins og að deila leyndarmálum, lífsmarkmiðum og hlátri.

Birt með góðfúslegu leyfi hun.is
Heimildir: https://www.lelo.com/