Fara í efni

Viðtalið - Melkorka Árný

Við erum aldeilis lukkuleg hér á Heilsutorg.is en hún Melkorka Árný Kvaran sem sá um Kerrupúlið hjá okkur á Heilsutorg.is, á sýnum tíma, er að fara að skrifa hjá okkur reglulega pistla aftur en nú um allt annað. Hún hefur af nægu að taka því hún er menntaður íþróttakennari, matvælafræðingur og hjúkrunafræðingur, ásamt því að hafa mikinn áhuga á alhliða hreyfingu og útiveru.
Viðtalið - Melkorka Árný

Við erum aldeilis lukkuleg hér á
Heilsutorg.is en hún Melkorka 
Árný Kvaran sem sá um 
Kerrupúlið hjá okkur á 
Heilsutorg.is, á sýnum tíma, er 
að fara að skrifa hjá okkur 
reglulega pistla aftur en nú um 
allt annað. Hún hefur af nægu að 
taka því hún er menntaður 
íþróttakennari, matvælafræðingur 
og hjúkrunafræðingur, ásamt því 
að hafa mikinn áhuga á alhliða 
hreyfingu og útiveru. Við skulum 
gefa henni orðið og fylgist vel 
með pistlunum hennar Melkorku, 
það er aldeilis fengur að fá hana 
aftur í liðið okkar. 

 

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér og hvaðan þú ert? 
Ég heiti Melkorka Árný Kvaran, fædd í Edinborg og uppalin í 101 Reykjavík. Búsett í Laugarnesinu
og gift Kjartani Hjálmarssyni flugumferðastjóra. Saman eigum við þrjú börn, Þóreyju 17 ára og
tvíburana Valtý og Árnýju 14 ára. Menntaður íþróttakennari, matvælafræðingur og hjúkrunarfræðingur Ég rak fyrirtækið Kerrupúl sf til margra ára og útskrifaðist svo sem hjúkrunarfræðingur fyrir ári síðan, á besta aldri :)

Við hvað starfar þú í dag?  
Ég starfa sem hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Lágmúla.   

Hver er þín helsta hreyfing?  
Fjölbreytt hreyfing er það sem hentar mér best. Þannig held ég skrokknum heilum og gleðinni
ráðandi. Allt sem felur í sér útiveru og hreyfingu í góðum félagsskap nærir mig á líkama og sál.
Hlaupin hafa verið mín helsta hreyfing sl 20 ár, enda með eindæmum þægileg hreyfing, sem 
hægt er að stunda hvar og hvenær sem er og ávinningurinn mikill í formi góðrar heilsu og úthalds.
Einnig hef ég gaman af fjallgöngum, jóga, skíðum, sundi, hjólreiðum ofl.  

Melkorka
 
Ertu dugleg að ferðast og áttu þér uppáhalds áfangastað?  
já ég held það sé óhætt að segja að ég sé dugleg að ferðast. Bæði erlendis sem og innanlands.
Það er erfitt að gera upp á milli og nefna einn uppáhalds áfangastað. Erlendis á ég nokkra
uppáhaldstaði í Andalusiu á Spáni eftir að hafa búið þar um tíma. Á einnig fallegar æskuminningar
frá Californiu; Utah og Arizona svo eitthvað sé nefnt. Mig er lengi búið að langa að heimsækja
Króatíu auk fleiri staða á Ítalíu en ég fór til Toscana og Sardiníu fyrir tveimur árum og varð heilluð. 
Í sumar heimsótti ég Austfirði tvisvar sinnum og þar voru staðir eins og Stórurð og Stapavík
sem stóðu upp úr. Hinsvegar held ég að mér finnist allt Ísland fallegt í góðu veðri. 

 Melkorka
 
Hver er þinn uppáhalds matur?  
Sama og með uppáhaldssáfangastaðina þá finnst mér þetta erfið spurning. Mér finnst almennt
gott að borða og er oft varla búin að kyngja einni máltíð þegar ég er farin að skipuleggja þá
næstu ( og glottið leynir sér ekki)  En risarækjur í góðri marineringu út á salatið, ofan á pizzuna,
í vefjuna osfrv. er klárlega á topp fimm listanum. Er líka veik fyrir indverskum mat sem og ferskum
mexikönskum. Bestur finnst mér þó matur sem er eldaður fyrir mig segir Melkorka brosandi. 

Er eitthvað sem þú átt alltaf til fyrir eldamennskuna? 
Hvítlauk; hann hreinlega bætir, hressir og kætir.....ómissandi í matargerð, sem og góð olía og/eða smjör. 

Melkorka

Áttu þér uppáhalds veitingahús? 
Á Íslandi koma staðir eins og Rok, Ítalía, Coocoos nest og Kaffi Lækur upp í hugann.
Er einnig voða skotin í mathallarstemmningunni og finnst nýja mathöllinni,
Borg 29 vel lukkuð með gott úrval veitingastaða.  
 
Ert þú að lesa eitthvað þessa dagana og áttu þér uppáhalds bók? 
Ég er að lesa alveg frábæra bók sem heitir Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu
lesið ( og börnin þín fagna að þú gerir) Mæli með henni fyrir alla; hvort sem er
fyrir foreldra eða eigandi foreldra 
 
Á hvað ertu að hlusta þessa dagana?  
Ég hlusta voðalega lítið á tónlist, nema ef maðurinn minn kveikir á einhverju góðu handa okkur
og þá er það helst eitthvað þægilegt íslenskt eins og Bríet og GDRN. Annars er ég sukker fyrir
nineties tónlist. Hef unun af því að dansa við slíka tónlist sem og fara í hjólatíma þar sem
þessi tónlist er stillt hátt. Ég hef undanfarið haft mjög gaman af því að hlusta á skemmtileg og
fræðandi podköst og viðtöl og fer oft í göngutúr með hundinn og þá með eitthvað gott í eyrunum.
Vinkona mín Berglind Guðmundsdóttir hefur verið með mjög góð viðtöl við flott fólk í þættinum
Dagmál. Snorri Björns er oft með góða viðmælendur en mér finnst hann einstaklega góður spyrill.
Podcöst á borð við terrible thanks for asking og The Drive verða einnig oft fyrir valinu.  

Melkorka

Hver eru áhugamálin þín? 
Nánast allt sem tengist heilsu og lífsstíl, útiveru og hreyfingu. Góð ferðalög þar sem ég kem þessu
inn eru best. Að horfa á börnin mín blómstra í sínum áhugamálum er einnig orðið áhugamál mitt. 
Einnig hef ég mjög gaman af því að fara í leikhús, bíó og tónleika. Spila, dansa og elda/baka með
fjölskyldunni hef ég einnig mikla ánægju af.  
 
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú?  
Fyrir mér er mesta “trítið” mitt að ná að sinna lífstílstengdum þáttum; þeas að ná góðum nætursvefni,
koma inn hreyfingu og hugleiðslu/jóga og borða góðan mat sem lætur mér líða vel. Ég keppist við að
“tríta” mig vel alla daga allan ársins hring með þessum grunnþörfum sem lætur öllum líða betur. Einnig
finnst mér mjög gott að fara í nudd, nærandi jógatíma og slaka á í heitum pottum og gufu. Kósýkvöld
með fjölskyldunni með popp og góða mynd gefur mér mikið og gott vinkonuspjall er algjört “trít”.   

Hvað segir þú við sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt eða erfitt verkefni? 
Brýt verkefnið niður í minni áfanga og mantra mig í gegnum verkefnið með því að segja;
„allt fer eins og það á að fara“ og „þú ert alltaf að gera þitt besta“ 

Melkorka

 
Hvar sérð þú sjálfa þig fyrir þér eftir 5 ár?  
Vonandi bara við góða heilsu, ánægða í einkalífi og starfi, gerandi skemmtilega hluti sem næra mig.
Þá ekki lengur með þrjá táninga heldur þrjá fullorðna einstaklinga og ég og maðurinn minn þá enn
duglegri að ferðast og skoða heiminn í frítíma okkar. 

Eitthvað á döfinni? 
Já eg er að starta skemmtilegri hugmynd sem eg er buin að ganga/skokka með í maganum í dágóðan
tíma og spennt fyrir að kynna. Þetta eru guided hlaupaferðir um borgina. Mæli með að þið kíkið á síðuna
Running in Reykjavik. Þar er boðið upp á guided hlaupaferðir; Reykjavik running tour, þar sem ég hleyp
með áhugasömum ferðmönnum um borgina og stoppa á vinsælum stöðum. 
Skráning fer fram á facebook siðunni Running in Reykjavik og i sima 862-1130