Fara í efni

Er líkaminn að kalla á D-vítamín ?

Margir kostir D-vítamíns.
passar þú upp á D-vítamínið hjá þér ?
passar þú upp á D-vítamínið hjá þér ?

Það eru margir kostir sem fylgja því að taka inn D-vítamín eins og rannsóknir hafa sýnt. Sterk bein, betra skap og þyngdartap.

En merkin um að þig skorti D-vítamín eru hljóðlát. Ef þú hefur tekið eftir einu eða fleirum af þessum merkjum skaltu fara og láta athuga hjá þér blóðið. Ekki byrja strax að taka D-vítamín, bíddu eftir niðurstöðum úr blóðrannsókn.

Þróttleysi í vöðvum

Rýrnandi vöðvar getur verið merki um D-vítamín skort. Segir Kimberly Mueller, eigandi af Fuel Factor Nutrition Coaching. Ef þú tekur eftir því að þú getur ekki gert eins margar armbeygjur og þú ert vön þá gæti það verið út af D-vítamín skorti.

Dapurleiki

Samkvæmt rannsókn í The Journal of Clinical Endorcrinology and Metabolism, segir að konur sem eru með of lágt magn af D-vítamíni eru tvisvar sinnum meira líklegar til að fá þunglyndi.

Afar viðkvæm fyrir sársauka

Skortur á D-vítamíni hefur verið tengt við króníska verki.

Beinbrot

D-vítamín styrkir beinin. En þegar þú ert ekki að fá næginlegt magn af vítamíninu þá veikir það beinin og þau eru í hættu á að brotna.

Hár blóðþrýstingur

D-vítamín spilar stórt hlutverk þegar kemur að hjartanu. Það kemur lagi á blóðþrýsting. Ef þú ert ekki að fá næginlegt magn af D-vítamíni þá getur blóðþrýstingurinn hækkað mikið.

Syfja

Í einni rannsókn sem var gefin út í the Journal of Clinical Sleep Medicine að þá kom í ljós að of lítið magn af D-vítamíni orsakar það að þig fer að syfja um miðjum dag.

Mikill pirringur

Áður en þú ferð að kenna fyrirtíðaspennu um pirringinn þá þarftu að vita að D-vítamín hefur áhrif á serotonin í heila og serotonin skiptir miklu máli þegar kemur að skapinu okkar.

Heimildir: womenshealthmag.com