Fara í efni

Völundarhús heilsunnar í matvörubúðum

Akur nútímamannsins er matvörubúðin hans. En því miður er þessi akur okkar nútímamanns ekkert sérlega hollur og oft á tíðum bara mjög óhollur. Það er auðvelt að selja okkur bragðgóða en næringarsnauða óhollustu í öllu stressinu og látum sem eru í kringum nútímamanninn. Ég vill kalla svona „matvörur“ gervimatvörur því þær eiga ekkert skylt við alvöru mat með næringu sem líkami okkar þarf.
Völundarhús heilsunnar í matvörubúðum

Akur nútímamannsins er matvörubúðin hans. En því miður er þessi akur okkar nútímamanns ekkert sérlega hollur og oft á tíðum bara mjög óhollur. Það er auðvelt að selja okkur bragðgóða en næringarsnauða óhollustu í öllu stressinu og látum sem eru í kringum nútímamanninn. Ég vill kalla svona „matvörur“

gervimatvörur því þær eiga ekkert skylt við alvöru mat með næringu sem líkami okkar þarf.
Það eru nokkrir þættir sem heilsumeðvitaður neytandi ætti að hafa í huga þegar hann fer í sínar reglulegu búðarferðir. Því það er margt í búðinni sem veldur því að við kaupum mun meira af óhollum vörum en við ætluðum þegar við lögðum af stað inn í búðina. Þetta eru mikil markaðsvísindi sem framleiðendur og búðareigendur nota til auka sína sölu og um leið neyslu okkar. Þetta á því miður of sjaldan við um hollar vörur og næringarríkar matvörur sem náttúran sér um að framleiða en ekki verksmiðjur.

Litir á matvörubúðum og „matvörum“
Gulur, rauður og appelsínugulur eru allt litir sem örva matarlyst og þetta er líka litir á lógóum vinsælustu matvörubúða Íslands; gulur (Krónan og Bónus), appelsínugulur (Hagkaup) og rauður (Costco og Fjarðarkaup). Einnig er þetta litur á öllum helstu skyndibita-, sælgætis- og gosdrykkjaframleiðendum heims eins og t.d. Coca Cola, McDonald‘s og Kit-kat.
Notum skynjun okkar á freskum vörum og verslum litríkt í ávaxta og grænmetiskælinum en forðumst unnu matvörurnar sem eru mikið að leika sér að skynjunum okkar með öllum þeim litum sem örva skynjun okkar og matarlyst. Forðumst flestar matvörur í kössum, boxum eða með teiknimyndafíkúrum á.

Útstillingar og tilboðsstandar
Útstillingar eru leið búðareigandans og heildsalans að selja meira af sinni vöru. Við föllum fyrir þessu eins og mý á skít og bara það að setja gulan tilboðsmiða er nóg til að tökum sveig að þeim vörum. Gætið þó að því að oftast eru þetta óhollari vörur sem er stillt svona upp á bretti og á göngum matvörubúða. Því ætti í flestum tilfellum að forðast útstillingarnar.

Stærri umbúðir og kerrur
Það segir sig sjálft ef kaupum Lion-bar í 10 stk umbúðum á tilboði þá erum við neyta mun meira af óhollustu og þetta er leið framleiðanda að selja okkur meira. Þetta sjáum við best í Costco þar sem kerrurnar undir vörurnar eru líka risastórar til að taka við öllum þeim „matvörum“ sem við kaupum í magnkaupum. Það er lagi að kaupa svona mikið magn af alvöru matvörum eins og ávöxtum og grænmeti en það verður þá að vera dugleg/ur að borða það, því alvöru matvörur skemmast fljótt.

Hér er önnur frábær grein eftir Geir Gunnar : 50 lífsráð til að vera í fantaformi og halda því

Lykt
Lykt hefur mikið með matarlyst okkar að gera og þetta vita búðareigendur og stilla of lyktsterkum afurðum nálægt inngangi sínum, líklega til að fá viðskiptavini til að renna lyktina og koma í búðina. Í Hagkaup er algengt að ilmvatnsdeild sé við inngang eða bakarí, þetta sér maður líka í Bónus að þar er brauðdeild það fyrsta sem mætir manni. Blóm ilma einnig vel og sér maður þau oft í anddyri verslana s.s. Hagkaup og Bónus.
Krónan sker sig nokkuð úr að þessu leyti því þar mætir manni ávaxta- og grænmetisdeild, sem er góð lykt af þó ekki jafn lyktsterkt og nýbakað brauð eða nýjasta ilmvatn Jean Paul Gaultier.

Nammilönd og 50% afsláttur af nammi
Hversu vegna eru heilu deildirnar í búðum undir næringarsnautt og sykurmikið nammi? Jú líklega vegna þess að við kaupum svo mikið af því, því miður. Það að matvörubúðir byrjuðu að bjóða 50% afslátt af sælgæti á laugardögum var stærsta skrefið í þá átt að gera nammidaginn að því skrímsli sem hann er í dag (fyrstu heimildir um nammidag eru frá árinu 1986). Þróunin hefur orðið sú að margar matvöruverslanir hafa byggt risa nammilönd undir allt góðgætið, með nammipokum á við ruslapoka og endalaust úrval af marglitu og freistandi nammi.
Þannig að besta heilsuráðið í búðum er að taka stóran sveig fram hjá hinum næringarsnauðu nammirekkum.

Hillupláss
Ég starfaði á tímabili hjá heildsölu sem seldi heilsvarning í búðir og kynntist því þá hversu verðmætt hilluplássið er í búðnum og mest seldu vörurnar fá best hilluplássið sem er yfirleitt í augnhæð viðskiptavinanna. En þetta er enginn vísir á hollustu og oft þveröfugt eins og t.d. með skyr, þar getur óholla sykraða skyrið verið í augnhæð en gamla góða hreina skyrið er falið einhversstar úr augnhæð.
Við sjáum þetta með hilluplássið vel í gosdeildinni en þar hafa gosdrykkjaframleiðendur keypt sér heilu hillumetrana framarlega í búðinni. Gosdrykkjaframleiðendurnir passa að það sé alltaf vel fyllt á allar hillur, því hálftómar hillur selja illa. Því keyra (oft ungir drengir) milli allra matvörubúða og tryggja að það sé alltaf fullar hillur, þetta eru hörkuduglegt lið sem er að fylla á gosbirgðarnar því við kaupum sorglega mikið af gosdrykkjum.
Kaupum aldrei gosdrykki á kipputilboði og notum gosdrykki sparlega ef okkur er annt um heilsu okkar. Þetta á líka við um sykurlausu gosdrykkina og ég hvet ykkur að gera könnun næst þegar þið farið í búðina og sjá hvort að þeir sem eru með fleiri lítra af Pepsi Max eða Diet Coke í körfunni hjá séu í kjörþyngd eða þið haldið að þau séu við góða heilsu?

Berum ábyrgð á eigin heilsu og látum ekki búðareigendur eða heildsala rugla í okkar með markaðssetningu sinni á óhollustunni. Kaupum sem oftast ferskar vörur sem eru bara eitt innihaldsefni eins og t.d. ávexti, grænmeti, olíur, hreint kjöt og fisk, egg, gróft korn og kornmeti.


Skrifað af Geir Gunnar Markússyni, ritstjori@nlfi.is

Geir Gunnar Markússon er ritstjóri heimasíðu NLFÍ. Hann er með BS próf í matvælafræði og MS próf í næringarfræði. Geir er Kópavogsbúi, giftur, á 3 dætur og einn hund. Hans áhugamál snúa að heilsu, næringu, hreyfingu og tónlist. Geir berst gegn alls kyns öfgum og hindurvísindum í næringar- og heilsufræðum.