Fara í efni

Þetta er besta hreyfingin til að vinna gegn kvíða og þunglyndi

Ef þú ert að berjast við kvíða og þunglyndi þá skiptir æfingarplanið þitt miklu máli í þessari baráttu.
Þetta er besta hreyfingin til að vinna gegn kvíða og þunglyndi

Ef þú ert að berjast við kvíða og þunglyndi þá skiptir æfingarplanið þitt miklu máli í þessari baráttu.

Á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu eru nefnilega afar sterk tengsl.

Líkaminn er hið andlega og hið andlega er líkaminn. Þegar þú hugsar vel um þig þá ertu að hugsa vel um bæði þessi atriði.

Ef þú hefur ekki verið að hreyfa þig neitt í einhvern tíma þá er alltaf gott ráð að leita ráða hjá þínum lækni áður en þú byrjar.

Rannsóknir sýna að það eru 3 tegundir af hreyfingu sem vinna gegn kvíða og þunglyndi.

Hlaup – skokk

 

Það er ástæða fyrir því að þú heyrir aftur og aftur að hlaup eru ein besta æfing fyrir heilsuna. Hlaup brenna kaloríum, draga úr nart löngunum og lækka áhættuna á hjartasjúkdómum. Að hlaupa í 5 mínútur daglega getur aukið lífslíkur þínar til muna, en svo segir í rannsókn frá árinu 2014.

En það að hlaupa hefur einnig sýnt að það hefur mjög góð áhrif á skapið.

Að hlaupa orsakar breytingar á efnaboðberunum serótónín og norephinephrine, bæði á meðan á hlaupi stendur og eftir hlaup.

Hlaup virðast hafa einhverskonar hugleiðslu áhrif á heila.

Og annað sem er gott við hlaup, þú átt auðveldara með að sofna á kvöldin.

Gönguferðir á flatlendi eða upp um fjöll

 

Til að fá sem mest út úr hreyfingunni því ekki að ganga á fjall?

Náttúran hefur róandi áhrif á hugann. Það eru til sannanir um það að vera í náttúrunni umvafin trjám og blómum geti dregið úr kvíða.

Jóga

 

Í lítilli rannsókn sem gefin var út í Evidence-Based Complementary and Alternative Medicine kom í ljós að þeir sem stunduðu jóga að staðaldri fundu mikið minna fyrir þunglyndi, reiði, kvíða og taugaveiklun. Mæla ætti með fyrir þunglyndissjúklinga að prufa jóga.

Jóga dregur einnig úr stressi.

Heimild: news.health.com