Fara í efni

Fyrirbyggjum sykursýki II

Talið er að 1 af 3 hafi sykursýki 2 og jafnvel án þess að vita það. Sykursýki II er að mestu áunnið heilsufarsvandamál sem hefur farið vaxandi hér á landi líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi.
Fyrirbyggjum sykursýki 2
Fyrirbyggjum sykursýki 2

Talið er að 1 af 3 hafi sykursýki 2 og jafnvel án þess að vita það.  Sykursýki II er að mestu áunnið heilsufarsvandamál sem hefur farið vaxandi hér á landi líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi.

Sykursýki af tegund 2 er talin vera faraldur 21. aldarinnar. Vilt þú taka þátt í að snúa þessari þróun við?  

Allir eru hvattir til að efla forvarnir gegn sykursýki. Best er að byrja á sjálfum sér, vera meðvitaður um áhættuþætti sykursýki II og velja holla lífshætti. Gott er að ræða um heilsuna við fjölskyldu og vini og hafa heilsueflandi áhrif á umhverfið, „smita“ fólk með hollum venjum.

Fimm ráð til að fyrirbyggja sykursýki

1. Auka hreyfingu og líkamsþjálfun. Það hjálpar til við að draga úr þyngd, lækka blóðsykur og blóðþrýsting og bæta insúlín næmi, sem hjálpar til við að halda blóðsykri eðlilegum. Mælt er með 30-60 mínútna virkri hreyfingu a.m.k. 5 daga vikunnar.

2. Borða fjölbreytt hollt fæði í hæfilegum skömmtum á reglulegum tímum samkvæmt þörfum og brennslu. Hér má sjá ráðleggingar um næringu.

3. Borða trefjaríkt fæði. Það bætir blóðsykurstjórnun og dregur úr hungurtilfinningu sem minnkar líkur á þyngdaraukningu.

4. Velja heilkorn. Þau hjálpa til við að viðhalda eðlilegu blóðsykursgildi.

5. Losna við aukakílóin. Hvert gramm sem þú missir getur skipt máli. Sýnt hefur verið fram á aukna tíðni sykursýki hjá konum með mittismál yfir 81 cm og hjá körlum með mittismál yfir 94 cm vegna aukinnar insúlínmótstöðu.

Ef þú vilt fræðast meira um sjúkdóminn bendum við þér á að skoða þetta myndband sem samtök sykursjúkra hafa gefið út. Það heitir „Sykursýki er faraldur 21.aldarinnar“ og má finna hér.

Heimildir: Diabetes II, Mayo Clinic

Samtök sykursjúkra.

Hér er tengill á myndband um leyndarmál sykurs sem fróðlegt er að horfa á.

Viltu léttast? Lærðu að telja hitaeiningar

 

Heimildir: heil.is