Fara í efni

Styrking fyrir meðferðaraðila og annað fagfólk

Við sem störfum hjá "Ég er" eigum þann draum að meðferðaraðilar átti sig á mikilvægi þess að vinna með eigin meðvirkni og geti þar með hjálpað öðrum til þess líka. Því höfum við ákveðið að vera með sérstakt námskeið fyrir meðferðaraðila, eða annað fagfólk sem vinnur við að sinna fólki, núna í haust.
Námskeið fyrir meðferðaraðila
Námskeið fyrir meðferðaraðila

Meðvirkni er þekkt hugtak í íslensku samfélagi en virðist þó vera mörgum torskilið. Margir velta því fyrir sér hvað meðvirkni er.

Í starfi mínu sem ráðgjafi, síðustu 12 árin, hef ég rekið mig á að langflestir sem til mín leita eru að fást við það sem ég kalla meðvirknieinkenni. Oftar en ekki vegna vanlíðanar tengdri erfiðri hegðun, samskiptavanda, fíkn eða geðrænum veikindum.

Einkenni og samskiptamynstur skjólstæðinga minna voru flest sams konar þó þau væru mjög ólík. Mynstur sem ég þekki einnig hjá sjálfri mér. Ég fékk sérstakan áhuga á því að skoða þessi einkenni frekar og finna leiðir til þess að hjálpa þeim sem til mín leita til að öðlast betri lífsskilyrði. Þannig að meðvirkni er og hefur verið mjög ofarlega í huga mér.

Við sem störfum hjá "Ég er" eigum þann draum að meðferðaraðilar átti sig á mikilvægi þess að vinna með eigin meðvirkni og geti þar með hjálpað öðrum til þess líka. Því höfum við ákveðið að vera með sérstakt námskeið fyrir meðferðaraðila, eða annað fagfólk sem vinnur við að sinna fólki, núna í haust 2014. 

Áhugasamir vinsamlega sendið póst á namskeidin@gmail.com