Fara í efni

Borðum meiri fisk, þú og þínir græða á því

Það er mikið talað um minnkandi fiskneyslu okkar íslendinga. Hvers vegna skildi það vera? Við vitum öll að fiskur er afar góður fyrir okkur en samt erum við ekki að neyta hans í næginlegu magni.
Fisk á að borða a.m.k tvisvar í viku
Fisk á að borða a.m.k tvisvar í viku

Það er mikið talað um minnkandi fiskneyslu okkar íslendinga. Hvers vegna skildi það vera? Við vitum öll að fiskur er afar góður fyrir okkur en samt erum við ekki að neyta hans í næginlegu magni.

Fyrir okkur íslendinga er þetta auðvitað til skammar þar sem glænýr fiskur er fáanlegur daglega í fjölda fiskbúða og í matvöruverslunum.

Fiskur er talin vera afar næringaríkur matur því hann inniheldur nokkur prótein, vítamín og steinefni sem eru góð fyrir heilsuna. Þessi "superfood" (sem fiskur er) er einnig afar hár í omega - 3 fitusýrum og getur verndað fólk fyrir hinum ýmsu sjúkdómum.

Hérna eru nokkrar afar góðar ástæður afhverju þú ættir að borða meiri fisk.

Dregur úr hættunni á hjartaáfalli.

Samkvæmt rannsóknum á fiski að þá var uppgötvað að fólk sem borðar feitan fisk einu sinni til tvisvar í viku er minna líklegt að lenda í vandamálum með hjartað. Fiskur er einnig tengdur við hátt hlutfall þeirra sem lifa af hjartaáfall. Þeir sem eru veikir fyrir hjarta eru með hátt hlutfall af þríglýseríð í blóðinu, með því að borða fisk þá lækkar þetta hlutfall og þarf af leiðandi dregur úr líkum á hjartasjúkdómum.

Húðin græðir líka á neyslu fisks.

Að borða fisk hjálpar húðinni að halda við eðlilegri fitu framleiðslu ásamt því að gefa henni raka. Feitur fiskur getur einnig stuðlað að því að húðfrumur eru með vörn gegn UV geislum. Þessi vörn passar upp á kollagenið í húðinni, kollagen heldur húðinni stinnri og dregur úr því að hún fari að síga. Hver vill eldast um aldur fram ?

Dregur úr hættunni á gigt.

Gigt eitthvað sem enginn vill fá en er afar algeng. Verkir í liðamótum sem eru afar sársaukafullir er eitthvað sem gigtarsjúklingar þekkja. Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir ekki margt löngu, þá getur þú dregið töluvert úr áhættunni á að fá gigt með því að borða fisk. Ein góð máltíð í viku af feitum fisk dregur úr þessari áhættu um c.a 50%.

Styrkir heilann.

Rannsóknir sýna að skortur á omega-3 fitusýrum getur lækkað taugaboðin í heilanum og dópamín sem tengist skörpu minni. Fiskur er ríkur af omega -3 fitusýrum.

Getur bjargað sjóninni.

Enn önnur rannsókn staðfestir að neysla á fiski sem er hár í omega-3 fitusýrum dregur úr áhættunni á aldurstengdum sjúkdómum sem tengjast sjóninni.

Neysla á fisk og aðalega feitum fisk hjálpar til við að  halda sjóninni heilbrigðri.

Heimildir: healthmeup.com