Fara í efni

Töfrar Kókóshnetu vatns - ert þú búin að prufa ?

Fáðu þér sæti, slakaðu á og njóttu þess að drekka einn af næringaríkustu drykkjum í heimi. Kókósvatn er afar gott fyrir heilsuna, það er náttúrulegt og án allra aukaefna.
Falleg græn kókóshneta
Falleg græn kókóshneta

Fáðu þér sæti, slakaðu á og njóttu þess að drekka einn af næringaríkustu drykkjum í heimi. Kókósvatn er afar gott fyrir heilsuna, það er náttúrulegt og án allra aukaefna.

En hvernig er best að nálgast kókósvatn?

Best er auðvitað að kaupa kókóshnetur sjálfur og ná þannig vatninu úr þeim. Ef þú ert svo heppin að komast í kókóshnetur út í búð þá eru það þessar gænu óþroskuðu kókóshnetur sem eru bestar. Bara gera gat ofan á hana og hella vatninu í könnu eða safna því á flöskur.

Úr einni kókóshnetu er hægt að fá 200 til 1000 ml af vatni. Passa bara að hafa kókóshneturnar ekki of óþroskaðar því að vatnið í þeim er biturt á bragðið og ekki eins hollt.

Ef þú ert ein/einn af þeim sem drekkur orkudrykki þá er hiklaust mælt með því að skipta þeim út fyrir kókósvatn. 

Einnig hefur kókósvatn meiri næringargildi en mjólkin sem við drekkum.

Kókósvatn var kallað "universal donor" vegna þess að því var trúað að vatnið í kókóshnetunni væri það líkt okkar blóði að hægt væri að nota það ef vöntun á blóði til gjafar kæmi upp. Sú var líka raunin í stríðinu við Kyrrahaf. Þúsundir hermanna fengu kókósvatn í stað blóðgjafar og þetta bjargaði lífi ansi margra.

Kókósvatn er afar góður orkudrykkur. Hafðu það í huga næst þegar þú verslar þér orkudrykk sem er fullur af sykri og öðrum aukaefnum. Í kókósvatni eru engin aukaefni.  Kókósvatn er ríkt af kalíum, chlorides og kalki ásamt öðrum vítamínum og steinefnum.

Það er mælt með því að drekka kókósvatn ef þú ert að reyna að ná af þér nokkrum kílóum.  Í einu glasi af kókósvatni eru 50 kaloríur.

Það er einnig afar gott fyrir húðina. Í kókósvatni er efni sem heitirm cytokinins og vinnur á öldrun húðarinnar.  Þú getur þvegið andlitið upp úr kókósvatni á kvöldin áður en farið er að sofa.  Það virkar einnig á hrukkur, exem, bólur og slit á húð.

Prufaðu að drekka kókósvatn næst þegar þú færð kvef. Í vatninu eru náttúruleg efni sem vinna á flensu, frunsum og öðrum kvefpestum.

Og punkturinn yfir I-ið er að kókósvatn hefur engar aukaverkanir.

Þeir sem eru með afar slæmt hnetuofnæmi ættu samt að varast kókósvatn.

Fleiri skemmtilegar upplýsingar um þetta magnaða vatn má lesa HÉR.