Sumar humar taco frá hinni dásamlegu Helenu á Eldhúsperlum

Ég setti myndir af humar taco sem ég gerđi á instagram um daginn og hef sjaldan eđa aldrei fengiđ jafn margar fyrirspurnir um uppskrift. Svo hér er hún komin!

Ég mćli af öllu hjarta ađ ţiđ prófiđ og athugiđ ađ ţađ er auđveldlega hćgt ađ skipta humrinum út fyrir risarćkjur, ţađ er alls ekki síđra. Og fyrir kóríander hatarana ţarna úti (ţiđ vitiđ hver ţiđ eruđ) ţá er leikandi hćgt ađ sleppa ţví og nota t.d. steinselju eđa jafnvel ferskt basil í stađin.

Uppskriftin er ríflega áćtluđ fyrir tvo til ţrjá sem ađalréttur. Ţó ađ uppskriftin virđist löng lofa ég ađ hún er ekki flókin og inniheldur ekki flókin hráefni. Nokkur skref sem eru svo sannarlega ţess virđi fyrir ţessar ljúffengu tacovefjur!

 

Humar taco

Humarinn:

 • 12-15 međalstórir humarhalar, skelflettir og hreinsađir
 • 2 tsk chillimauk úr krukku, t.d. Sambal oelek eđa annađ
 • Salt og pipar (ég nota alltaf flögusalt frá Saltverk)
 • 3 msk smjör

Pikklađur rauđlaukur:

 • 1 rauđlaukur, skorinn í tvennt og svo ţunnar sneiđar
 • 2 msk hvítvínsedik
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk sykur

Hrásalat:

 • 1/2 lítiđ rauđkálshöfuđ, rifiđ niđur eđa skoriđ mjög fínt
 • 2 msk smátt saxađ ferskt kóríander
 • 2 msk majónes
 • 2 msk hvítvínsedik
 • 1 tsk chilllimauk
 • 1 tsk sykur
 • 1/2 tsk salt

Límónu sósa:

 • 4 msk sýrđur rjómi
 • 2 msk majónes
 • Safi og rifinn börkur af hálfri límónu
 • Salt eftir smekk

Lárperu salsa:

 • 1 stór lárpera eđa 2 minni, skoriđ smátt
 • 2 tómatar, skornir smátt
 • Safi úr hálfri límónu
 • Salt og pipar
 • Smá saxađ kóríander

Litlar mjúkar hveiti eđa maís tortillakökur. Ef ţiđ finniđ ekki litlar kökur er líka hćgt ađ skera litlar út međ ţví ađ leggja lítinn disk eđa undirskál ofan á tortillaköku og skera međfram.

Límónubátar og ferskt kóríander til ađ setja yfir tacovefjurnar í lokin.

Mér finnst best ađ gera ţetta í ţessari röđ:

 1. Byrjiđ á ađ útbúa pikklađa rauđlaukinn. Blandiđ öllu saman og leggiđ til hliđar á međan ţiđ undirbúiđ restina af međlćtinu.
 2. Geriđ hrásalatiđ. Skeriđ rauđkáliđ mjög smátt eđa rífiđ niđur, pískiđ innihaldiđ í sósuna saman í skál og setjiđ svo káliđ saman viđ. Smakkiđ til og geymiđ í ísskáp.
 3. Hrćriđ saman hráefnin í límónusósuna, smakkiđ til og setjiđ til hliđar.
 4. Skelflettiđ humarinn og hreinsiđ. Leggiđ á disk og ţerriđ vel. Smyrjiđ ţunnu lagi af chillimauki öđru megin á hvern humarhala.
 5. Skeriđ niđur hráefniđ í lárperusalsađ, smakkiđ til og setjiđ til hliđar.
 6. Hitiđ pönnu viđ háan hita, kryddiđ humarinn međ salti og pipar. Setjiđ smjöriđ á pönnuna. Ţegar smjöriđ byrjar ađ freyđa er tími til ađ setja humarinn á. Steikiđ humarinn í um ţađ bil 1 mínútu á hvorri hliđ. Gott er ađ ausa smjörinu yfir humarinn á međan hann steikist. Setjiđ humarinn á disk og helliđ dálitlu af smjörinu yfir hann ásamt ţví ađ kreista smá límónusafa yfir.
 7. Hitiđ tortillakökurnar á ţurri vel heitri pönnu báđu megin.
 8. Beriđ fram! Best finnst mér ađ rađa ţessu svona saman: Neđst fer smá hrásalat, ţví nćst lárperusalsa og pikklađur rauđlaukur. Humarinn fer ţar ofan á (ţrír halar á hverja kökur finnst mér passlegt), dálítiđ af sósu yfir ásamt fersku kóríander og nokkrum dropum af kreistri límónu. Endurtekiđ eins oft og ţörf er á. Ţađ er unađslegt ađ drekka ískalt rósavín međ!

UPPSKRIFT FRÁ ELDHÚSPERLUM.

 


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré