Fara í efni

Hvaða vítamín auka brennslu?

Þrátt fyrir að það sé ekki til nein töfra lausn að þyngdartapi eru nokkrir þættir í mataræði, lífsstíl og næringu sem hjálpa til við að hraða brennslu og auka orku líkamans. Að fá sér morgunmat samansettan af fullkomnu próteini, flóknum kolvetnum og hollri fitu eins og við fórum í hér, virkja starfsemi skjaldkirtils og hreyfingu eins og við fórum yfir hér, eða með því að bæta við C-vítamín ríkum ávöxtum eins og við fórum yfir hér eru allt leiðir sem hjálpa.
Hvaða vítamín auka brennslu?

Þrátt fyrir að það sé ekki til nein töfra lausn að þyngdartapi eru nokkrir þættir í mataræði, lífsstíl og næringu sem hjálpa til við að hraða brennslu og auka orku líkamans.

Að fá sér morgunmat samansettan af fullkomnu próteini, flóknum kolvetnum og hollri fitu eins og við fórum í hér, virkja starfsemi skjaldkirtils og hreyfingu eins og við fórum yfir hér, eða með því að bæta við C-vítamín ríkum ávöxtum eins og við fórum yfir hér eru allt leiðir sem hjálpa. 

En vissirðu að það eru lykil næringarefni og bætiefni sem geta aukið brennslu? 

Því brennslan þín – hraðinn sem þú brennur hitaeiningum á – krefst ákveðna efna til að virka hraðar. Í dag skoðum við 4 helstu vítamín fyrir aukna brennslu.

1) B-Complex

B-vítamín gegnir lykilhlutverki í að umbreyta kolvetni, fitu og próteini í orku sem líkaminn getur notfært sér. Þegar líkamanum skortir b-vítamín getur það hægt á brennslu og skilið þig eftir þreyta og mögulega þunglynda. B-vítamín finnst í spínati, melónum, hnetum, eggjum, fiski og kjöti. Ef tekið er bætiefni leitaðu eftir B-complex blöndu til að tryggja að líkaminn fái öll nauðsynleg b-vítamín. Því sérhvert B-vítamín gegnir ákveðnu hlutverki. B-1 brýtur niður kolvetni og fitu, B-5 vinnur á fitusýrum, B-6 sér um að brjóta niður prótein, B-12 hjálpar einnig til við að brjóta niður prótein og kolvetni ásamt því að framleiða rauð blóðkorn, B-2 hjálpar til við að flytja orkuna til frumnanna þar sem orkan getur verið notuð af vöðvum og líffærum.

 

Spinach on  white
 

2) Q-10

Kóensím Q-10 eykur framleiðslu á orku innan hvatbera frumnanna með því að auka magn súrefnis sem er í boði fyrir frumurnar. Þannig eykur vítamínið orku sem breytist í aukið þrek og þol ásamt því að styrkja vöðva á meðan á æfingu stendur. Þegar líkamanum skortir Q-10 getur það leitt til að frumur líkamans vinni síður á fullum afköstum og orkuvinnsla er því ekki eins og hún ætti að vera. Spínat, feitur fiskur og kjöt eru öll rík af Q-10, einnig má taka það inn og þá er upptaka Q-10 best neytt í formi olíu og má finna í kvöldrósaolíu og fiskiolíu sem dæmi. 

3) Magnesíum

Svo brennsla vinni á skilvirkan hátt með hverjum vöðva, taug og hjartafrumu þarf líkaminn magnesíum. Magnesíum er einnig vítamínið sem flest okkar skortir af samkvæmt National institute of Health. Það frábæra við það er að magnesíum rík fæða er gjarnan í sama flokki og b-vítamín rík fæða eins og í spínati og grænu grænmeti. Ef þú vilt taka magnesíum inn er besta upptakan með magnesíum í duft eða vökva formi og mæli ég þá með magnsíum slökun eins ogsjá má hér

4) Járn

Járn ber súrefni til vöðvanna svo að þeir geti brennt fitu og því alveg eins mikilvægt og næringarefnin hér að ofan. Tökum dæmi með hvernig eldur brennur til að átta okkur betur á því hvernig járn virkar í líkamanum. Ímyndaðu þér, án súrefnis kemur reykur en enginn logi svo það brennur ekki. Ef þú bætir við súrefni kemur samstundis logi og eldurinn brennur hratt. Líkaminn þinn er eins. Ef vöntun er á járni mun þér líða eins og þú sért slök eða hæg. Geta þín og líkamlegt þrek verður miklu minni ef þig vantar súrefni. Skelfiskur, graskersfræ, fitusnautt kjöt, baunir og spínat eru dæmi um járnríkar fæðutegundir. Einnig er hægt að taka járn í töfluformi eins og hér

Svona sérðu hvernig þessi lykilvítamín vinna saman að brennslu líkamans:

  1. B-Complex brýtur niður mat.
  2. Q-10 hjálpar hvatberum frumnanna að umbreyta fæðu í orku.
  3. Magnesíum hjálpar brennslunni að vinna á skilvirkan hátt samhliða vöðvum
  4. Járn veitir frumunum það súrefni sem þær þurfa til að framleiða orku.

Líkaminn vinnur allur saman, ef skortur er af einu vítamíni mun orku framleiðsla hjá frumum þjáðst. Greinin í dag var ekki til að láta þig vera yfirþyrmda og fara út og kaupa fullt af bætiefnum heldur eingöngu til að fræða þig í hvaða vítamín það eru sem bæta brennslu og hvar þau fást í fæðunni svo þú getur betur ákveðið hvaða vítamín þú ættir að bæta við og hver ekki. Gerðu því þitt besta að bæta fæðu eða vítamín í hverjum flokki til að hraða brennslu líkamans og orku.

Ég trúi að samhuga fólk stendur saman, deildu með vinum þínum á fésinu grein dagsins ef hún talaði til þín!

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi