Fara í efni

Langhlauparar ársins 2016 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is

Langhlauparar ársins 2016.
Langhlauparar ársins 2016 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is

Þorbergur Ingi Jónsson (2033 stig) og Elísabet Margeirsdóttir (1825 stig) eru langhlauparar ársins 2016 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is.

Verðlaunin voru afhent í áttunda skipti í dag, sunnudaginn 12. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Kári Steinn Karlsson (2023 stig) og Helen Ólafsdóttir (1799 stig). Í þriðja sæti lentu Ívar Trausti Jósafatsson (1523 stig) og Svava Rán Guðmundsdóttir (1655 stig).

Elísabet er að hljóta nafnbótina þriðja árið í röð og Þorbergur annað árið í röð. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki og sex hlaupara kvennaflokki eftir að lesendur hlaup.is sendu inn tilnefningar.

Vestmannaeyjahlaupið er götuhlaup ársins – Snæfellsjökulshlaupið er utanvegahlaup ársins

Val á hlaupum ársins var einnig kunngjört á verðlaunaafhendingunni. Vestmannaeyjahlaupið hlaut titilinn götuhlaup ársins og Snæfellsjökulshlaupið í flokki utanvegahlaupa. Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá eru það lesendur hlaup.is sem velja hlaup ársins með einkunnagjöfum.

ÞRÍR EFSTU Í KARLA OG KVENNAFLOKKI

SEX EFSTU HLAUPARAR

FULLTRÚAR HLAUPARA ÁRSINS

 

Nánari upplýsingar má fá í frétt á hlaup.is

Upplýsingar um afrek tilnefndra

Nánari upplýsingar gefur Torfi H. Leifsson S.8541600 torfi@hlaup.is