Fara í efni

Kynlífið og hjónabandið - algeng umkvörtunarefni hjóna og lausnir á vandanum

Samlíf hjóna er eins fjölbreytilegt og manneskjurnar eru margar og að ætla að ein stærð henti öllum er hreint út sagt fáránleg hugdetta. Þó eiga öll pör það sameiginlegt að upplifa losta tilhugalífsins, fegurð hveitibrauðsdagana og einlitan hversdaginn sem hvolfist yfir að lokum.
Kynlífið og hjónabandið - algeng umkvörtunarefni hjóna og lausnir á vandanum

Samlíf hjóna er eins fjölbreytilegt og manneskjurnar eru margar og að ætla að ein stærð henti öllum er hreint út sagt fáránleg hugdetta.

Þó eiga öll pör það sameiginlegt að upplifa losta tilhugalífsins, fegurð hveitibrauðsdagana og einlitan hversdaginn sem hvolfist yfir að lokum.

Því er erfitt að alhæfa um nokkuð, en hins vegar er ekki úr vegi að drepa á sex algengustu umkvörtunarefnum hjóna sem muna mega fífil sinn fegurri í samlífinu og um leið, leggja til fáeinar tillögur um hvernig má vinna bug á doðanum í svefnherberginu, sé áhugaleysið farið að knýja dyrum.

Jafnvel orðin hér að neðan höfði ekki til allra, engu að síður geta tillögurnar einnig þjónað þeim tilgangi ~ þó ekki annað sé, að leiða okkur fyrir sjónir að áhugaleysi er ekki bundið við stök pör heldur hendir besta fólk og það á öllum aldri. Hér fara sex algeng umkvörtunarefni og um leið, örfáar tillögur um hvernig best er að sprengja hlekki vanans af samlífinu og blása nýju lífi í glæður ástarinnar.

Mér er alveg sama þó ég sofi aldrei aftur hjá; ég hef enga löngun til kynlífs …

Þetta er eitt algengasta umkvörtunarefni ófárra kvenna sem eiga langt hjónaband að baki. Oft er þó ekki kynkulda um að kenna, heldur þeirri staðreynd að hjónin geta ekki komið sér saman um hvað einkennir gott kynlíf. Oftar en ekki skilgreinir sá aðilinn sem býr yfir öflugri kynhvöt, stóra markmiðið með kynlífi þá kúnst að fá öfluga fullnægingu meðan makinn vill njóta meiri nándar og þráir lengri forleik.

 Markmiðið með frábæru kynlífi ætti að vera snerting sem ekki alltaf leiðir til beinna samfara, heldur leikja sem fela í sér erótíska nánd. Þegar staðan er orðin slík að makanum langar hreinlega ekki að njóta kynlífs lengur getur því lausnin verið fólgin í slökun og nánd sem ekki er ætlað að hnykkja af í einum spretti með fullnæginguna sjálfa að leiðarljósi.  

… skortur á kynlífi í hjónabandinu knúði mig til framhjáhalds.

Þó framhjáhald maka valdi í allflestum tilfellum skilnaði hjóna ef og þegar upp kemst um svikin, getur hliðarspor líka verið sá löðrungur sem annars líflaust samband þarfnast til að ástin kvikni að nýju. Það er skelfilega sárt að upplifa slík svik í hjónabandi en mikilvægast er þó að muna að makinn tók ekki framhjá í þeim eina tilgangi að valda sárindum.

Það er mögulegt að vinna í gegnum vonbrigðin og styrkja tengslin ef löngunin til að viðhalda hjónabandinu er til staðar hjá báðum aðilum. En slík enduruppbygging útheimtir mikla og skilyrðislausa ást, samkennd og vináttu sem er nauðsynleg ef hjón ætla að vinna sig gegnum það áfall sem framhjáhald felur í sé

Maðurinn minn fær það alltof fljótt og lýkur sér af löngu á undan mér …

Öfugt við það sem ætla mætti er algengasti vanda karla í rúminu ekki skortur á stinningu heldur of brátt sáðlát; fæstir karlmenn hafa hugrekki til að ræða vandann sem getur hins vegar leitt af sér skömm og vanlíðan þegar hefðbundin ráð eins og að stoppa og byrja aftur koma ekki að neinu gagni.  

Þó engin leið sé til að lækna of brátt sáðlát, þá er hægt að grípa til ýmissra ráða. Þannig má benda á að þó að karlmaðurinn geti viðhaldið fullri reisn í óralangan tíma er ekki þar með sagt að lengri samfarir leiði af sér fullnægingu konunnar. Lengri forleikur getur því verið svarið; þar sem bæði fá að njóta sín til fulls og ná hámarki.

 

… kynlífið er löngu orðið að tilbreytingalausum vana.

Sannleikurinn er sá að losti tilhugalífsins verður ekki endurvakinn þegar . . . LESA MEIRA