Fara í efni

Hveitikornssalat

Dásamlegt salat.
Nammi namm
Nammi namm

Dásemdar salat hér á ferð. 

Stútfull skál af hollustu. 

 

 

Innihald: / 250 ml heil hveitikorn / 1 dós kjúklingabaunir / 1/2 dós fetaostur / 1 krukka grilluð rauð papríka / 1 poki klettasalat / 2 tómatar / 100 g furuhnetur / 1 1/2 msk ólífuolía / smá sítrónusafi / salt og pipar.

 

  1. Leggið heilu hveitikornin í bleyti yfir nótt.
  2. Skolið af kornunum og setjið í pott ásamt 5 dl að vatni. Látð suðuna koma upp og sjóðið í 1 klst.
  3. Skerið niður grilluðu papríkuna og tómatana og setjið í skál.
  4. Bætið kjúklingabaununum, fetaostinum, klettasalatinu og furuhnetunum út í ásamt tilbúnu hveitikornunum.
  5. Þið ráðið hvort þið notið olíuna af fetaostinum eða hellið saman ólífuolíu, sítrónusafa, salti og pipar og skellið yfir salatið.
  6. Gott er að láta þetta salat standa í amk klukkustund í kæli og bera svo fram.

Ég fór einu sinni fyrir mörgum árum á matreiðslunámskeið í Manni Lifandi og þar kynntist ég að nota heil hveitikorn sem mér hafði ekki dottið í hug áður að nota í salat. Þau fást í næstu heilsubúð og eru gæðakolvetni og trefjarík.