Fara í efni

Hunang – fullkomið fyrir húð og hár

Hunang og eitur úr býflugum eru á toppnum þegar kemur að því að hugsa um húðina. Þau draga úr hrukkum, örva kollagen framleiðslu, geta komið í veg fyrir bólur og halda húðinni fullri af raka.
Prufaðu hunang á andlitið
Prufaðu hunang á andlitið

Hunang og eitur úr býflugum eru á toppnum þegar kemur að því að hugsa um húðina. Þau draga úr hrukkum, örva kollagen framleiðslu, geta komið í veg fyrir bólur og halda húðinni fullri af raka.

Hunang er frábært þegar kemur að exemi, bólum, psoriasis og fleiri húðkvillum. Það nærir og fyllir húðina af raka.

Eitur úr býflugum örvar húðfrumurnar til að endurnýja sig, eykur kollagen framleiðslu, getur slétt aðeins úr hrukkum og dregur úr roða í andliti. Það er oft kallað hið náttúrulega botox sem er ekkert skrýtið.

En af hverju hunang?

Hunang er ríkt af sykri, vítamínum eins og B1,B2, B6 og C-vítamíni. Það er mikið notað í snyrtivörur vegna þess einstaka eiginleika að draga í sig raka og halda honum í húðinni. Hunang virkar líkt og krem sem eiga að draga úr hrukkum af því að það gefur raka og getur virkað eins og undur á mjög þurra húð. En stærsti kosturinn er að það örvar blóðflæðið og dregur oft úr hrukkumyndun og gerir húðina afar mjúka.

Hunang er einnig fullkomið fyrir þurran hársvörð og hár sem hefur verið mikið meðhöndlað. Það getur komið í veg fyrir flösu og er mjög gott að nota í litað hár. Hunang gerir hárið mjúkt og glansandi.

Ertu með sprungnar varir vegna þurrks?

Núna getur þú hvatt þessar sprungnu varir með því að blanda saman hunangi og osti. Settu þetta á varirnar og láttu vera á í um 10 mínútur, svo skaltu hreinsa af með volgu vatni og bera rakagefandi varasalva eða vaselín á varirnar.

Mundu okkur á Instagram #heilsutorg #fegurd