Fara í efni

Hvað er B7 og H-vítamín ?

Biotin sem er einnig þekkt sem B7 og H-vítamín er vatnsleysanlegt B-complex vítamín sem er mikilvægt fyrir líkamann þegar kemur að próteini og glúkósa.
Hvað er B7 og H-vítamín ?

Biotin sem er einnig þekkt sem B7 og H-vítamín er vatnsleysanlegt B-complex vítamín sem er mikilvægt fyrir líkamann þegar kemur að próteini og glúkósa.

Vítamín B7, einnig þekkt sem H-vítamín en H-ið kemur úr þýsku orðunum fyrir húð og hár – Haar und Haut.

Biotin ferðast um í blóðinu og allt sem er umfram það sem líkaminn þarf á að halda skilar sér út með þvagi. Með þessu ertu ekki að byggja upp birgðir af Biotin og þess vegna þarf að neyta þess daglega.

Samkvæmt Háskólanum í Oregon fylki í Bandaríkjunum tók það um 40 ár af rannsóknum að uppgötva að biotin væri í raun vítamín.

Biotin er afar gott fyrir efaskiptin í líkamanum ásamt því að það vinnur með líkamsvefjum, heldur húðinni heilbrigðri, stuðlar að þyngdartapi, vinnur með hjartanu, gerir Parkinsons sjúklingum gott og vinnur gegn sveppasýkingum í leggöngum. Einnig passar það upp á blóðsykurinn.

Skortur á B7-vítamíni eða biotin getur leitt til allskyns heilsubresta og er nauðsynlegt að passa upp á að neyta þess daglega.

Matur sem er ríkur af biotin eru t.d eggjarauður, fiskur, mjólk, kjöt, lifur og nýru. Taka má þó fram að eggjahvítur vinna gegn biotin og hamla að líkaminn nái að vinna úr því. Ekki er mælt með að borða of mikið af eggjahvítum.

Einnig má finna biotin eða B7-vítamín í hrísgrjónum, höfrum, sojabaunum, hnetum, kartöflum, bönunum, brokkólí, spínat og blómkáli.

Skorti líkamann biotin þá koma fram einkenni eins og þreyta, þunglyndi, vöðaverkir, hárlos og blóðleysi.

Biotin er afar gott fyrir húð og hár. Einnig er það gott fyrir neglurnar.

Ef þú ert að létta þig þá skaltu muna að neyta matar sem er ríkur af biotin.

Ef þig langar að fræðast enn frekar um B7 - biotin, smelltu þá HÉR

Heimild: organicfacts.net