Fara í efni

Fólk sem prjónar og heklar er hamingjusamara

Fólk sem prjónar og heklar er hamingjusamara

Það hefur verið sannað, með ákveðinni rannsókn að þeir sem föndra og skapa eitthvað með höndunum er hamingjusamara, rólegra og hefur meira úthald en þeir sem gera það ekki.

Hvað er það nákvæmlega sem er svona róandi og hvaða athafnir eru bestar til að róa taugarnar eftir langan dag? Að mati rannsakenda voru eftirfarandi mest róandi aðgerðirnar: að elda, að baka, syngja eða leika á hljóðfæri, mála, teikna, stafræn hönnun, skapandi skrif, að prjóna, að hekla og sultugerð.

Allar þessar aðgerðir eru góðar til að hjálpa þér að losa um sköpunarkraftinn og láta þig slaka á. Heilinn þinn fær þá langþráða hvíld og þú þarft bara að einbeita þér að því sem þú ert að gera akkúrat á þessari stundu. Reyndu að líta á handverkið þitt sem eitthvað róandi og alls ekki láta það spenna þig upp.

„Það er alltaf að aukast viðurkenningin á því að skapandi hlutir tengjast andlegri vellíðan,“ sagði stjórnandi rannsóknarinnar, Dr. Tamlin Connor. „Það að skapa eitthvað, leiðir til meiri vellíðunar daginn eftir og sú vellíðan gerir það að verkum að þig langar að halda áfram að skapa eitthvað næsta dag.“

Niðurstöðurnar voru birtar í Journal of Positive Psychology og kom meðal annars í ljós að nemendur sem tóku þátt í að skapa eitthvað voru með meiri eldmóð og mun hamingjusamari dagana eftir að þau höfðu gert þetta. Niðurstöðurnar sýndu einnig að það að vera skapandi var í rauninni gott fyrir tilfinningalega og andlega heilsu þína og hjálpaði til við að rækta „jákvæða sálræna virkni,“ sem eru mjög góðar fréttir á tímum sem þessum.

Allur þessi tími í sóttkví ætti að vera notaður til gagns. Þú getur lært allt á Youtube, hvort sem það er að læra á gítar, læra að prjóna eða hekla.

Næst þegar þú hefur tíma og langar að róa hugann, ekki fara og gleyma þér fyrir framan sjónvarpið. Finndu þér frekar eitthvað skapandi að gera. Það mun gera þig rólegri, hamingjusamari og það mun fylgja þér út næstu daga. Þú gætir meira að segja uppgötvað áður óþekktan hæfileika sem þú hafðir ekki hugmynd um.

Þessi grein var birt á hun.is og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.