Fara í efni

Garndokkur um alla stofu? Ekki lengur!

Ég er ein af þeim sem hef virkilega gaman af því að prjóna og hekla. En eins og ég hef nú sagt frá í öðrum pistli, get ég naumast búið til neitt af gagni úr því. Ég kann slétt og brugðið, eina tegund af öldumynstri og nýbúin að læra að hekla dúllu eftir að hafa heklað loftlykkjur í 15 ár. Stofan mín full af garndokkum sem hoppa og skoppa og eru gæludýrunum 5 mikil skemmtun
Garndokkur um alla stofu? Ekki lengur!

Það er mikið talað um það núna hversu róandi það er fyrir hugann að setjast niður og grípa í allskyns handavinnu.

Að prjóna t.d er afar róandi. Þú situr í þínum eigin heimi og áhyggjur morgundagsins hverfa á braut. Ef þú ert stressuð eða kvíðin fyrir einhverju þá er um að gera að prufa handavinnu. Hún bæði þjálfar heilann og róar taugarnar.

Oft á tíðum getur garnið verið að flækjast fyrir okkur sem prjónum, en í þessari skemmtilegu grein af vef sykur.is má sjá nokkrar góðar leiðir til þess að halda garninu á sínum stað. 

Ég er ein af þeim sem hef virkilega gaman af því að prjóna og hekla. En eins og ég hef nú sagt frá í öðrum pistli, get ég naumast búið til neitt af gagni úr því. Ég kann slétt og brugðið, eina tegund af öldumynstri og nýbúin að læra að hekla dúllu eftir að hafa heklað loftlykkjur í 15 ár. Stofan mín full af garndokkum sem hoppa og skoppa og eru gæludýrunum 5 mikil skemmtun.

Peysur, húfur, vettlingar og heilu ungbarnasettin verð ég að leyfa öðrum prjónurum að eiga heiðurinn af. Mér hefur svo sem tekist að klúðra saman ákaflega einföldum, kassalaga peysum og einlitar húfur eru ekkert agalega mikið vandamál. En ég bið börnin mín um að vinsamlegast ekki segja einum einasta manni hver gerði þetta meistaraverk.

En ég elska garn. Og á mikið af því. Mér þykja líka allskonar lausnir í kringum prjón og hekl mjög skemmtilegar og pæli mikið í þeim. Sjáðu til, ég er hönnuður í eðli mínu sem hefur ekki nokkra einustu þolinmæði til að klára eitthvað dútl, því að í miðju verki er ég komin með hugmynd að einhverju öðru, sem verður að framkvæma, ekki seinna enn strax.

Ég er líka í dásamlegum hópum á Facebook sem kallast Handóðir Prjónarar og Handóðir Heklarar og fylgist þar með listamönnunum sem þar eru á ferð og reyni að soga í míg visku þeirra og fá innblástur frá þeim. Og þar fékk ég hugmyndina um þennan pistil um dokkuhaldara.

Það eru nokkrir sem smíða þessa dokkuhaldara á Íslandi og Handóðir Prjónarar vita hverjir þeir eru ef þig vantar upplýsingar.

Tréskálarnar eru fallegar og ábyggilega hægt að finna einhvern sem getur útbúið svona.

Því miður er erlendi leirlistamaðurinn sem gerði þessa dásemd hættur að selja í bili en það eru til ógrynni af íslenskum meisturum sem gætu rúllað þessu upp og gert sínar eigin útfærslur.

Þessi er í uppáhaldi.

...LESA MEIRA