Fara í efni

7 lífsnauðsynlegar matartegundir ef þú ert 50+

Þegar við eldumst þá er það ekki bara fatasmekkurinn og smekkur á tónlist sem breytist.
7 lífsnauðsynlegar matartegundir ef þú ert 50+

Þegar við eldumst þá er það ekki bara fatasmekkurinn og smekkur á tónlist sem breytist.

Eftir þrítugt þá fer að hægja á efnaskiptum í líkamanum. Þetta þýðir að fólk þarf að passa upp á hvað það er að láta ofan í sig.

Það verður minna um sykraða drykki, sæta eftirrétti og nasl milli mála, en krafa um fæðu sem inniheldur mikið af næringarefnum og minna af kaloríum.

 

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, en við erum með góðan lista hér að neðan um fæðu sem þeir sem eru komnir yfir 50 árin ættu að bæta strax í sitt mataræði. (Og í rauninni allir).

1. Baunir

Rannsóknir hafa leitt í ljós að borða skammt af baunum eða linsubaunum daglega (3/4 af bolla) getur aðstoðað við að lækka slæma kólestrólið um allt að 5%.

Í annarri rannsókn á fólki með sykursýki II kom í ljós að það að borða bolla á dag af baunum eða linsubaunum lækkaði hemoglobin A1c um 0,5% sem þykir töluvert.

Það er auðvelt að bæta baunum í mataræðið. Skelltu þeim saman við gott pasta og grænmeti og þú ert komin með góða máltíð.

2. Hafrar

Hættan á hjartasjúkdómum hækkar mikið hjá karlmönnum sem komnir eru yfir 45 ára aldurinn og hjá konum sem komnar eru yfir 55 ára aldurinn, þannig að það skiptir máli að passa upp á mataræðið og borða það sem lækkar kólestrólið, eins og t.d hafra.

Hafrar eru ríkir af vatnsleysanlegum trefjum sem kallaðir eru beta glucan og ef þú neytir a.m.k 3ja gramma á dag af höfrum þá hefur það sýnt lækka LDL kólestról um allt að 10%.

Þeir sem borða hafra daglega eru markvisst að draga úr ótímabærum dauða.

Það er líka afar hollt og gott að bæta hnetum og fræjum í hafragrautinn.

3. Epli

Ok, þau eru ekki eins mikill glamúr og acai berin kannski, en eplin eru engu að síður alveg jafn súper eins og hinir framandi ávextir eða ber og svo ég tali nú ekki um miklu miklu ódýrari.

Eitt stórt epli inniheldur um 5 gr af afar hollum trefjum sem geta haft mjög jákvæð áhrif á kólestról og haldið hjartanu í góðu formi.

Rannsókn frá árinu 2013 leiddi í ljós að þeir sem borða epli reglulega eru ekki í áhættu hóp á að fá sykursyki II. Og það sem best er, epli eru fáanleg í öllum matvöruverslunum.

4. Hnetur

Að narta í hnetur í stað óholls snakks eða kex er afar auðveld leið til að snar-bæta mataræðið.

Að borða um 28 grömm af blöndu af hnetum og fræjum daglega dregur úr áhættunni á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og fleiri alvarlegum sjúkdómum er tengjast hjartanu.

5. Allt sem er grænt úr grænmetisfjölskyldunni

Að bæta grænu grænmeti í mataræðið gerir heilanum afar gott þegar þú eldist.

Og að elda vænt og grænt er alls ekki flókið. T.d taktu poka af baby spínat og skelltu á pönnu með kókósolíu eða olíu að eigin vali og láttu malla um stund, settu saman við hvítlauk og það grænmeti sem þér finnst gott.

6. Ber

Ber eru alveg meiriháttar. Þau eru heilafóður. Jarðaber og bláber sem dæmi eru full af efnum sem hægja á öldrun og efla minnið með því að auka blóðflæði til heila.

Bættu við vel fullri matskeið í jógúrt, skyrið, út á hafragrautinn nú eða bara borða þau fersk.

7. Jógúrt

Að borða jógúrt sem er ríkt af próteini getur dregið úr vöðvarýrnun. En vöðvar rýrna þegar við eldumst.

Mælt er með grískum jógúrt. Passa bara upp á að sneiða hjá sykruðum jógúrtvörum. Nota frekar fersk ber og hnetur út í grískan jógúrt. Einnig svona spari, þá er dökkt súkkulaði ansi gott út í jógúrt.

Vona að þetta komi einhverjum í gang og út í hollustu mataræði.