Fara í efni

Allir ættu að sippa, eða Bubbaæfinguna eins og hún heitir

Það er ástæða fyrir því að besta íþróttafólk í heimi hefur bætt sippi við prógrammið þegar það er að æfa.
Allir að sippa, það er æðislega gaman
Allir að sippa, það er æðislega gaman

Það er ástæða fyrir því að besta íþróttafólk í heimi hefur bætt sippi við prógrammið þegar það er að æfa.

Að sippa brennir kaloríum og kemur hjartanu á fullt. Það er ofsalega gott að bæta sippi í prógrammið, svo er það líka miklu skemmtilegra en að hanga á einhverju tæki í ræktinni í klukkutíma.

Hérna eru nokkrar góðar ástæður afhverju það er gott og hollt að sippa.

-         Brennir fullt af kaloríum

Þegar þú hoppar aftur og aftur er líkaminn að brenna 800 til 1000 kaloríum á klukkutíma. Á meðan hann brennir bara 200 til 300 kaloríum ef þú ferð í göngutúr.

Og það sem best er við að sippa (sérstaklega að sippa hratt) gerir líkamann að kaloríubrennsluvél. Bættu sippi við daglega rútínu og þú kemst fyrr í form.

-         Þú getur tekið sippubandið með þér hvert sem er

Ef þú ert að ferðast eða nennir ekki í ræktina að þá hefur þú sippubandið við hendina. Skelltu þér í þæginlegri föt og sippaðu í 30 mínútur eða svo.

-         Þú bætir líka jafnvægið og samhæfingu

Að sippa hjálpar líkamanum að samhæfa hreyfingar ásamt því að halda þér í góðu formi og jafnvægið verður betra. Þá eru minni áhættur á slysum seinna meir í lífinu.

-         Hjálpar þér að slaka á

Þegar þú hoppar þá losar líkaminn um endorfín sem flæðir um líkamann og veitir okkur vellíðan og slökun.

Og það sem meira er, djúpa öndunin sem þú gerir þegar þú sippar hreinsar hugan, skerpir fókus og fyllir þig af orku fyrir daginn.

-         Að sippa er gott fyrir hjartað

Það er varla betri æfing til að koma hjartanu á fullt en að sippa. Ef þú sippar reglulega bætir þú hjartastarfsemina til muna.

Ef þú átt ekki sippuband heima, hafðu þá þetta í huga: þeim mun þynnra sem að sippubandið er þeim mun betra. Og passaðu einnig upp á að lengdin henti þinni stærð.

Heimild: mindbodygreen.com