Fara í efni

Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum, af því tilefni efnir Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið til ráðstefnu

Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 8. september kl. 17:00 -18:30.
Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum, af því tilefni efni…

Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Af því tilefni efnir Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið til ráðstefnu.

Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 8. september kl. 17:00 -18:30.

Dagskrá ráðstefnunnar:

Kl. 17:00
Setning ráðstefnunar og kynning á  Globeathon hugmyndinni. Sigrún Arnardóttir læknir og formaður Líf styrktarfélags.

Kl. 17:05
Bólusetning gegn leghálskrabbameini. Kristján Oddsson yfirlæknir krabbameinsfélagsins.

Kl. 17:20
Krabbamein í legbol og eggjastokkum. Karl ÓLafsson krabbameinslæknir í kvensjúkdómum.

Kl. 17:35
Dagur í lyfjameðferð. Þórunn Sævarsdóttir og Hrefna Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingar á göngudeild krabbameinssjúklinga.

Kl. 17:50
Að missa hárið. Reynslusaga. Guðrún Hrund Sigurðardóttir.

Kl. 18:10
Pallborðsumræður. Spurningar og svör

Kl. 18:30

Ráðstefnulok

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar veita Sigrún Arnardóttir  á netfangið sigrunarnar@simnet.is og Sigurlaug Gissurardóttir á netfangið sigurlaug@krabb.is.

Munið Globeathon hlaupið Sunnudaginn 11.september kl 11.00. Nánari upplýsingar á hlaup.is