Fara í efni

12 ástæður þess að allir ættu að stunda kynlíf á hverjum degi

Í fyrstalagi þá vita allir hvað kynlíf er gott. Og annað, það er hollt fyrir líkama og sál.
12 ástæður þess að allir ættu að stunda kynlíf á hverjum degi

Í fyrstalagi þá vita allir hvað kynlíf er gott. Og annað, það er hollt fyrir líkama og sál.

 

1. Dregur úr stressi

Að stunda kynlíf er afskaplega gott til að draga úr öllu stressi. Þegar þú stundar kynlíf þá ertu að losa um efni eins og dópamín, endorfín og fleiri “feel good” hormóna.

2. Hreyfing

Að stunda kynlíf í 15 mínútur þrisvar í viku er eins og að hlaupa 150 km.

3. Lækkar blóðþrýstinginn

Bæði faðmlög og kynlíf lækkar blóðþrýstinginn. Kynlíf er það öflugt að það getur einnig lækkað þanþrýsting.

4. Styrkir ónæmiskerfið

Immunogoblin A er efni sem fælir burtu pöddur og þetta efni eykst í líkamanum þegar þú stundar kynlíf.

5. Það yngir þig

Að stunda kynlíf 3svar í viku getur tekið allt að 10 ár af útliti þínu. En þetta segir í rannsókn sem gerð var um áhrif kynlífs á líkamann og var gefin út í Secrets of the Superyoung.

6. Styrkir hjartað

Öll þessi hreyfing við að stunda kynlíf styrkir hjarta og æðar. Það eru 45% minni líkur á því að þú fáir hjartaáfall ef þú stundar kynlíf reglulega.

7. Verkjastillandi

Læknir að nafni George E. Elrich er sérfræðingur þegar kemur að liðagigt. Hann stóð fyrir rannsókn þar sem sýnd voru tengsl á milli liðagigtar og kynlífs og niðurstaðan var skýr. Þeir sem stunduðu meira kynlíf en aðrir voru oftar verkjalaus.

8. Lækkar líkur á krabbameini

Regluleg fullnæging hjá karlmanni lækkar líkurnar á ristilkrabbameini. Þetta kemur fram í Ástralskri rannsókn. Þar kom í ljós að karlmenn sem fengu fullnægingu 21. í mánuði voru minna líklegir til að fá ristilkrabbamein.

9. Betri svefn

Eftir nokkrar góðar byltur í rúminu og hjartað er komið á fullt þá er ekkert eins gott og að slaka á eftir gott kynlíf. Mælt er með fyrir þá sem eiga erfitt með að sofa að stunda kynlíf áður en reynt er að sofna. Kynlíf nefnilega hjálpar þér að slaka á og sofa.

10. Blæðingar verða reglulegri

Kynlíf kemur reglu á hormónana hjá konum, sem gerir það að verkum að blæðingar verða mun reglulegri. Stress er oftast orsök þess að blæðingar eru óreglulegar og því er gott að stunda kynlíf reglulega til að hafa þetta í lagi. Kynlíf dregur úr stressi.

11. Ekkert vesen með standpínuna

Um helmingur karlmanna sem komnir eru yfir fertugt eiga í vandræðum með að ná honum upp. Besta leiðin til að laga það er að stunda kynlíf reglulega. Því standpínan er besta leiðin til að vera með liminn í góðu standi.

12. Þú lifir lengur

Og til að slá enda punktinn í þessi kynlífsskrif, þá lifir þú lengur ef þú stundar kynlíf reglulega. Reglulegt kynlíf styrkir hjartað, eykur súrefni í blóði og eykur hamingjuna. Allt eru þetta þættir sem styrkja þig og þar af leiðandi lifir þú lengur ef þú stundar  kynlíf reglulega.

Hafið þetta í huga þegar þið skríðið upp í rúm í kvöld.

Heimild: simpleorganiclife.org/daily-sex