Fara í efni

11 litlir hlutir sem þú getur gert daglega til að hreyfa þig án þess að fara í ræktina

Það telur allt, tröppurnar, leggja lengra frá en vanalega, bera körfu í búðinni og bíða í lengri röðinni. Já, svo má lengi telja.
11 litlir hlutir sem þú getur gert daglega til að hreyfa þig án þess að fara í ræktina

Það telur allt, tröppurnar, leggja lengra frá en vanalega, bera körfu í búðinni og bíða í lengri röðinni. Já, svo má lengi telja.

Þegar kemur að því að finna góðan tíma í að taka æfingu þá getur það oft verið erfitt. Eftir langan vinnudag, ná í börnin í leikskólann, versla í matinn og allt það. Oft þá bara líða dagar án þess að þú komist með annan fótinn í ræktina.

Það er ekki afþví þú nennir ekki að fara, heldur hefur þú ekki tíma eða orku til þess ansi oft.

Og það er alveg skiljanlegt að vilja geta slakað á eftir langan vinnudag þegar börnin eru sofnuð.

En við ætlum að hjálpa þér að ná í góða hreyfingu á hverjum degi án þess að stíga fæti inn í líkamstæktarstöð.

Kíktu á þetta:

1. Hreyfðu þig á meðan þú gerir þig tilbúna fyrir daginn

Sem dæmi, stattu á öðrum fæti á meðan þú burstar tennurnar og svo á hinum fætinum á meðan þú greiðir þér. Og ef þú ert í stuði þá má gera hnébeygjur með tannburstan í hægri og hárburstann í vinstri.

2. Hvert sem þú gengur taktu þá kraftgöngu

Einfaldlega með því að ganga hraðar þá brennir þú fleiri kaloríum. Þannig að þegar þú þarft að ganga eitthvert þá skaltu gefa í og taka kraftgöngu. Jafnvel þó það sé bara á klósettið í vinnunni sem dæmi.

3. Farðu úr strætó einni stoppustöð fyrr

Ef þú tekur strætó í vinnuna farðu þá út einni stoppustöð fyrr. Þetta er frábær leið til að taka kraftgöngu í vinnuna. Þarna eru að græða góða hreyfingu og ná í fína brennslu. Það er líka svo hollt að ganga.

4. Ef þú keyrir í vinnuna, veldu stæði langt frá inngangi

Passaðu bara upp á tímann svo þú verðir nú ekki of sein. Veldu gott stæði lengra frá inngangi en þú ert vön að gera og gakktu kröftuglega yfir bílastæðið að inngangi. Sem dæmi þá brenna um 10 mínútur í kringum 41. kaloríur.

5. Slepptu lyftunni og taktu stigann

Ef þú hefur aðgang að stiganum á vinnustaðnum notaðu hann þá í stað lyftunnar. Eins ef þú býrð í lyftuhúsi og hefur aðgang að stiganum, notaðu hann þá til að ganga niður. Það gefur meiri brennslu ef þú gengur niður stiga afturá bak. Og er afar gott fyrir rass og læri.

6. Ekki sitja við skrifborðið og borða hádegismatinn

Hættu að panta matinn inn á skrifborðið, taktu frekar með þér nesti og geymdu það í eldhúsinu eða skelltu þér út í hádegismat. Þar nærðu í hreyfingu því auðvitað þá ferðu gangandi að ná í matinn og arkar svo á flottum hraða til baka. Og muna bara að hafa hádegismatinn hollan.

7. Ef þú þarft að vera mikið í símanum, gerðu það að vana að ganga um og tala í hann

Er mamma þín að hringja ? Gott ráð er að fara bara út í göngutúr á meðan þú spjallar við hana. Þarftu mikið að vera í símanum í vinnunni? Gakktu um á meðan þú talar í símann. Töku sem dæmi, 20 mínútna símtal við mömmu þína og þú úti að ganga og tala við hana brennir um 71. kaloríum.

8. Notaðu eldhúsborðið til að gera æfingar á meðan þú eldar eða bíður eftir að kaffið sé tilbúið

Það er hægt að nota ímyndunaraflið til að gera æfingar við eldhúsbekkinn meðan þú eldar eða bíður eftir kaffinu. Þú getur gert styrktaræfingar fyrir upphandleggi sem dæmi eða hnébeygjur fyrir rass og læri.

9. Notaðu körfu en ekki kerru þegar þú gerir innkaupin

Þetta ráð er sérstaklega gott ef þú þarft að versla slatta. Þeim mun meira sem er í körfunni þinni þeim mun meira þarftu að reyna á handleggina. Að bera þunga körfu í 20 mínútur brennir um 64. kaloríum.

10. Veldu löngu röðina við kassann

Og á meðan þú bíður í röðinni þá skaltu gera þessa æfingu, að lyfta þér upp á tær og þannig styrkja kálfana og skipta svo reglulega um hendi með körfuna því hún sígur í og jafnvel lyfta henni létt upp og niður. Og mundu að spenna magann á meðan.

11. Vaskaðu upp í stað þess að nota uppþvottavélina

Að vaska upp er góð æfing fyrir handleggina. Svo spennir þú magann á meðan og gerir grindabotnsæfingar og ert svo sannarlega að græða á því að hvíla uppþvottavélina.

Vona að þetta geri einhverjum gott og komi að gagni.

Heimild: self.com