Fara í efni

Viðtalið - Daði Reynir Kristleifsson

Viðtalið - Daði Reynir Kristleifsson

Nú er komið að öðrum þjálfaranum sem við kynnum til leiks sem reglulegum pistlahöfundi
hjá okkur á Heilsutorg.is. VIVUS þjálfun var stofnað árið 2020 og er rekið af fjórum
sjúkraþjálfurum. Þar er boðið uppá fjölbreytta og faglega fjarþjálfun fyrir byrjendur, lengra
komna, hlaupara og mæður, ásamt hóptímum í sal. Einnig er boðið uppá ýmis workshop,
meðal annars fyrir hlaupara og einstaklinga með stoðkerfisverki. Undir starfsemi þeirra tilheyrir einnig Netsjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfararnir á VIVUS ætla að birta hjá okkur pistla einu sinni í viku og ætlum
við að kynnast þeim öllum hérí Viðtalinu og nú er komið að honum Daða Reyni..
Við bjóðum VIVUS velkominn í hóp Gestapenna á Heilsutorg.is

 

Segðu okkur aðeins frá sjálfum þér:
Ég heiti Daði Reynir Kristleifsson og kem úr Stykkishólmi. Ég er giftur henni Söru Lind og á 3 börn.

Við hvað starfar þú í dag? 
Ég er Sjúkraþjálfari og starfa fyrst og fremst í tengslum við Netsjúkraþjálfun og Vivus þjálfun.

Hver er þín helsta hreyfing?
Mín helsta hreyfing í dag er fjallahjól og ég reyni að fara sem oftast að hjóla. Annars fer ég á crossfit æfingar og hleyp i laugardalnum stöku sinnum. Hef verið í Crossfit frá því 2008.

Daði

Ertu duglegur að ferðast og áttu þér uppáhalds áfangastað? 
Við fjölskyldan erum dugleg að ferðast innanlands og höfum farið hringinn nokkrum sinnum. Við höfum reglulega farið erlendis og þá er ofarlega á lista Bali.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til fyrir eldamennskuna?
Fáfnisgras og bernaise essence til að búa til bernaise sósu.

Áttu þér uppáhalds veitingahús?
Ég myndi segja að Kopar eða Rok væru mín uppáhalds veitingahús.

daði

Ert þú að lesa eitthvað þessa dagana og áttu þér uppáhalds bók?
Ég les ekki mikið en þá helst fræðibækur eða greinar tengt hreyfingu/sjúkraþjálfun.

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana? 
Er að hlusta á Kanye west nýju plötuna og svo er ég nýlega búinn að hlusta á hljóðbókina Beyond possible eftir Nimsday Purja. Virkilega áhugaverð bók um Fjallgöngu meistara.

Hver eru áhugamálin þín?
Hreyfing, útivist, fjallahjól, skíði og eiga góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Daði

Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú? 
Út að hjóla og sund/potturinn í kjölfarið. Enda daginn á því að fara út að borða á góðum stað og helst góða steik.

Hvað segir þú við sjálfann þig þegar þú þarft að takast á við stórt eða erfitt verkefni?
Ekki hafa of miklar ahyggjur af þessu! Þetta reddast alltaf að lokum