Fara í efni

Viðtalið - Sara Lind Brynjólfsdóttir

Viðtalið - Sara Lind Brynjólfsdóttir

VIVUS þjálfun var stofnað árið
2020 og er rekið af fjórum sjúkra-
þjálfurum. Þar er boðið uppá
fjölbreytta og faglega fjarþjálfun
fyrir byrjendur, lengra komna,
hlaupara og mæður, ásamt
hóptímum í sal. Einnig er boðið
uppá ýmis workshop, meðal
annars fyrir hlaupara og
einstaklinga með stoðkerfisverki.
Undir starfsemi þeirra tilheyrir
einnig Netsjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfararnir á VIVUS ætla að
birta hjá okkur pistla einu sinni í
viku og ætlum við að kynnast þeim
öllum hér í Viðtalinu og byrjum við
á að kynnast henni Söru Lind.
Við bjóðum VIVUS velkominn í
hóp Gestapenna á Heilsutorg.is

 

 

 

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér:
Ég heiti Sara Lind Brynjólfsdóttir og kem úr Selásnum (Árbæ), gift og með 3 börn.

Við hvað starfar þú í dag? 
Ég er með BSc.I sjúkraþjálfun og Msc í
lýðheilsuvísindumog starfa sem sérfræðingur hjá VIRK
og sjúkraþjálfari hjá VIVUS/Netsjúkraþjálfun.

Hver er þín helsta hreyfing? 
Ég stunda allskyns hreyfingu,fer svolítið eftir tímabilum, ég fer reglulega
í Crossfit, hjóla mikið á sumrin og hleyp þegar það er gott veður.

Sara Lind 
 

Ertu dugleg að ferðast og áttu þér uppáhalds áfangastað? 
Mér finnst mjög gaman að ferðast og uppáhalds áfangastaðurinn
minn er Balí, hef tvisvar komið þangað og elska að vera þar. Fékk
reyndar bara að vera þar eina helgi í síðustu ferð vegna Covid, þá
var brúðkaupsferðin okkar skyndilega stytt aðeins í annan endann.

Sara Lind 
 

Hver er þinn uppáhalds matur? 
Ég á allskonar uppáhalds mat, fer svolítið eftir stað, stund og
félagsskap. Með krökkunum mínum væri það pizza, tapas með
vinkonum mínum og eitthvað gott kjöt ásamt meðlæti
með manninum mínum og fjölskyldu.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til fyrir eldamennskuna?
Ég á alltaf til pasta, olíu og rækjur og geri þannig pasta þar
af leiðandi að meðaltali 2x í viku :)

Ert þú að lesa eitthvað þessa dagana og áttu þér uppáhalds bók?
Ég elska að lesa og les bæði mikið af “sjálfshjálparbókum” og skáldsögum,
allt eftir því hvernig stuði ég er í.

 

Sara Lind
 

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana? 
Ég hlusta mikið á podcöst, hlusta þá helst á viðmælendur hjá
Snorra Björns og svo er ég dyggur hlustandi af “Þarf alltaf að
vera grín”, bíð spennt hvert sunnudagskvöld eftir nýjum þætti :)
Annars hlusta ég mikið á gamla og góða tónlist og
æfingaplaylistinn minn er mjög rólegur og rómantískur,
enda er ég sjaldnast beðin að stjórna tónlistinni :)

Hver eru áhugamálin þín?
Hreyfing, borða góðan mat, gera eitthvað skemmtilegt með
fjölskyldunni og er ómöguleg ef ég hitti ekki vinkonur mínar
mjög reglulega.

Sara Lind
   

Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú? 
Það fyrsta sem mér dettur í hug væri að byrja á einni mjög
góðri æfingu, fara í sund og brunch í góðum félagsskap.

Hvað segir þú við sjálfann þig þegar þú þarft að takast
á við stórt eða erfitt verkefni?
Ef um er að ræða verkefni tengd vinnu að þá reyni ég að búta
þau niður þannig þau virðist ekki of yfirþyrmandi. En ef þetta
eru spennandi verkefni að þá er það oft nóg til að drífa mig
áfram og þá þarf ég helst að passa mig að verða ekki of
spennt og hvatvís.

Sara Lind
 

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri í lokin?
Í lokin læt ég svo inn eina æfingu sem ég geri oft ef ég hef
stuttan tíma en langar að taka góða æfingu:


 
5 umferðir af:  

Vinna í 40 sek og hvíla í 20 sek.  

  • Hnébeygja með eða án þyngdar.  

  • Sit ups 

  • Burpees 

  • Planki 

  • Ketilbjöllusveiflur