Krabbameinsráðgjöf án þess að panta tíma
Hægt er að ganga beint inn af götunni og fá ráðgjöf reyndra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæfingu í hjúkrun krabbameinssjúklinga í heimahúsum.
 
Velkomin beint af götunni er ný þjónusta sem Karitas býður upp á. Þú getur komið á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 11-14 án þess að panta tíma á skrifstofu Karitas, Ármúla 9 og fengið ráðgjöf reyndra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæfingu í hjúkrun krabbameinssjúklinga.
Þú getur komið vegna eigin veikinda, verið aðstandandi eða vinur
Við veitum ráðgjöf um:
- Líkamleg, andleg og  sálfélagsvandamál
 
- Erfiðleika í samskiptum
 
- Börn og ungmenni
 
- Ástvini og umönnun þeirra
 
- Hjálpartæki og fyrirkomulag heima
 
Landsbyggðarfólki eða þeim sem eiga ekki heimangengt bjóðum við upp á samskipti gegnum samskiptamiðla:
Síma • Skype • Facetime • Netpóst
 
| Gjaldskrá |  krónur | 
|  Ráðgjöf í 30 mínútur | 
3500  | 
|   | 
|  Ráðgjöf í 60 mínútur | 
7000 | 
 
Nánari upplýsingar eru í síma 551 5606. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á karitas@karitas.is
Smelltu HÉR til að kynna þér starfsemi Karitas.