Vermandi haustsúpa - Mćđgurnar

Dásamlega Vermandi súpa frá Mćđgunum
Dásamlega Vermandi súpa frá Mćđgunum

Í svona fallegu haustveđri fáum viđ mćđgur löngun í matarmikla og nćrandi grćnmetissúpu. Viđ búum svo vel ađ eiga svolítiđ heimarćktađ grćnmeti, bćđi úr eigin garđi og svo eru afi Eiríkur og amma Hildur örlát á uppskeruna sína. Ţessar fagurbleiku kartöflur komu úr ţeirra garđi, ótrúlega fallegar! 

Haustsúpan verđur til í allskonar útgáfum. Bara eftir ţví hvađa grćnmeti er til í ísskápnum, eđa lítur best og ferskast út í búđinni ţann daginn. Í rauninni er hćgt ađ nota hvađa grćnmeti sem er. Núna eru litlar bragđmiklar gulrćtur, gulrófur, kartöflur og hvítkál í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hvítkáliđ kemur sérstaklega á óvart, strimlarnir eru svo mjúkir undir tönn í súpunni. 

Viđ notuđum maukađa tómata úr krukku sem grunn og gott lífrćnt krydd; timían, rósmarín, ţurrkađan hvítlauk og cayenne pipar. Og svo bara fullt af grćnmeti og örlítiđ af linsubaunum til ađ ţykkja. Af ţví ađ engin olía er notuđ viđ matreiđsluna finnst okkur gott ađ bera súpuna fram međ jómfrúar ólífuolíu sem viđ blöndum međ smá ţurrkuđu kryddi, ţessu geta matargestir síđan skvett útá eftir smekk, eđa dýft nýbökuđu brauđi í olíuna. 

Vermandi haustsúpa

 • 600 ml maukađir tómatar
 • 600 ml vatn 
 • 5-6 kartöflur 
 • 3-4 gulrćtur 
 • 1/2 lítill hvítkálshaus 
 • 1/2 paprika 
 • 1/2 međalstór rófa 
 • 5-6 hvítlauksrif, heil 
 • 50 g rauđar linsur
 • 1 tsk ţurrkađ timían (helst lífrćnt...viđ finnum bragđmuninn, í alvöru!)
 • 1 tsk rósmarín (helst lífrćnt)
 • 1 tsk ţurrkađur hvítlaukur (helst lífrćnn) 
 • 1 tsk cayenne pipar 
 • 1-2 tsk sjávarsaltflögur 
 • + ferskt krydd ef ţiđ eigiđ, t.d. timían stöngull eđa rósamarín grein.

 

Ađferđ

 1. Setjiđ maukađa tómata og vatn í pott.
 2. Skeriđ grćnmetiđ í passlega stóra munnbita og hafiđ ţá ţunna, setjiđ út í pottinn.
 3. Bćtiđ linsunum útí.
 4. Kryddiđ og látiđ suđuna koma upp.
 5. Látiđ malla í um 30-40 mín.
 6. Bragđiđ til međ salt og nýmöluđum svörtum pipar og beriđ fram međ kryddolíu.

 

Kryddolía

 • 1 dl jómfrúar ólífuolía 
 • 1 tsk rósmarín 
 • 1 tsk timían 
 • 1 tsk ţurrkađur hvítlaukur 
 • 1/2 tsk sjávarsaltflögur

Blandiđ saman í krukku og setjiđ 1 msk út á hvern skammt af súpu.

 

Birt í samstarfi viđ

 


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré