Fara í efni

Spergilkálssúpa er alltaf góð

Þessi er afar einföld og mjög svo bragðgóð.
Spergilkálssúpa er alltaf góð

Þessi er afar einföld og mjög svo bragðgóð.

Uppskrift er fyrir 4-5.

Einföld og góð spergilskálssúpa sem má auðveldlega laga að sínum smekk.
Til dæmis með því að bæta stökku beikoni við eða rifnum osti.
Annars er hún ljúffeng eins og hún er.

 

 

 

 

Hráefni: 

2-3 msk. ólífuolía
250gr. laukur 
100 gr. sellerí
1 kg. spergilkál
1 1/2-2 lítrar vatn/grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur
3-4 lárviðarlauf

Sjávarsalt

Hvítur pipar

Leiðbeiningar: 

Laukurinn  skorinn smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni.
Leyft að malla á lágum hita í 5-6 mínútur, áður en smátt skornu selleríinu er bætt saman við.

Spergilkálið skorið til og bætt í pottinn - stilkarnir skrældir og skornir í litla bita og blómin í örlítið stærri bita.

Þessu leyft að malla þar til allt er orðið vel mjúkt.

Örlitlu sjávarsalti er bætt í pottinn og meira vatni ef þarf.

Sjóðið súpuna í smástund, eða þar til allt er orðið vel soðið í gegn.

Maukið allt vel, hitið upp og smakkið til með salti og pipar.

Höfundur uppskriftar
Sigurveig Káradóttir

Uppskrift af vef islenskt.is