Fara í efni

NÝTT: Í morgunmatinn, hollir og afar góðir bláberja og sítrónu bitar

NÝTT: Í morgunmatinn, hollir og afar góðir bláberja og sítrónu bitar

Þetta er nú hressandi í morgunmatinn og mun lífga upp á daginn.

Þeir eru ekki nema 15 kaloríur og afar einfalt að búa þessa bita til.

Það sem þú þarft er 1 skál + 30 mínútur.

Uppskrift er fyrir 8 bita.

Ef það er afgangur þá geymast þeir í 2 daga í lofttæmdu boxi á eldhúsbekknum eða í heila viku í samskonar boxi ef geymdir eru í ísskáp. Ekki er mælt með að frysta þessa.

Hráefni:

1 ½ bolli af heilhveiti

1 ½ tsk af lyftidufti

¼ tsk salt

1 msk af kjöti úr sítrónu

2 msk af ósöltuðu smjöri – hafa það kalt úr ísskáp og í bitum

½ bolli af hreinu grísku jógúrt

3 msk af hreinu maple sýrópi

3 msk af ferskum sítrónusafa

1 tsk af vanillu extract

½ bolli af ferskum bláberjum

2 tsk af léttmjólk – eða þinni uppáhalds

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 240 gráður. Hyljið bökunarplötu með smjörpappír.

Takið meðal stóra skál og hrærið saman hveiti, lyftidufti og saltinu.

Því næst skal þeyta sítrónukjötinu saman við með handafli og sleif.

Skerið smjörið í kubba og myljið út í.

Gerið nú gýg í miðju á skálinni.

Bætið þar grískum jógúrt, sýrópi, sítrónu safa og vanillunni.

Hrærið þar til allt er mjög vel og þétt komið saman.

Hellið bláberjum út í og passið að blanda þeim varlega saman við allt.

Nú skal færa deig úr skálinni og á bökunarpappírinn á plötunni. Gott er að nota spaða til að móta deigið í hring eða ferhyrning. Passa að hafa ekki of þunnt.

Pennslið mjólkinni yfir. Skerið nú deig í 8 jafn stóra bita, það þarf ekki að taka þá í sundur.

Bakið í 20-22 mínútur eða þar til toppurinn og hliðar eru létt gylltar.

Látið kólna á plötunni í nokkrar mínútur.

Þetta má svo bera fram strax.

Njótið vel!