Fara í efni

Hamingjan liggur í að sofa nakin með makanum sínum

Nokkrir lyklar að hamingjuríku sambandi leynast í svefnherberginu og því fyrr sem pör finna þá verður sambandið traustara og endingarbetra. Samkvæmt nýrri breskri könnun eykur það á ánægjuna í sambandinu að sofa nakin saman og að halda mat fjarri sefnherberginu.
Nekt er grunnur að góðu sambandi.
Nekt er grunnur að góðu sambandi.

Nokkrir lyklar að hamingjuríku sambandi leynast í svefnherberginu og því fyrr sem pör finna þá verður sambandið traustara og endingarbetra. Samkvæmt nýrri breskri könnun eykur það á ánægjuna í sambandinu að sofa nakin saman og að halda mat fjarri sefnherberginu.

Könnunin, sem náði til 1000 manns um Bretland þvert og endilangt, leiddi í ljós að pör sem sofa nakin saman eru þau hamingjusömustu. Minna en helmingur þeirra sem sofa í náttfötum- eða kjólum sögðust vera "mjög hamingjusöm" samanborið við 57% þeirra sem sofa berrössuð.

Samkvæmt könnuninni, sem Cotton USA, gerði ráða svefnvenjur miklu um það hvenær rifrildi blossa upp og hvort fólk forðist að eyða nóttinni heima hjá kærastanum eða kærustunni.

Sjálfsagt kemur fáum á óvart að óhreint tau á gólfinu og óumbúin rúm eru á meðal þess sem helst fælir fólk frá og eru mikil turn-off svokölluð.

Þá þykir einnig sérlega pirrandi þegar matar er neytt í rúminu og gæludýrum er hleypt upp í. Einokun á sænginni þykir líka fyrir neðan allar hellur og að skríða upp í í sokkunum getur haft slæmar afleiðingar.

Sængurföt geta einnig haft mikil áhrif á hvernig fyrstu næturfundirnir enda. Satín þykir benda til ríkidæmis en þykir einnig perralegt. Bómull er tengd hreinlæti en pólýester þykir beinlínis "ódýrt."

Stephanie Thiers-Ratcliffe, hjá Cotton USA, dregur þá ályktun af niðurstöðunum að þótt margir þættir hafi áhrif á gæði sambanda sé oft horft fram hjá því að umhverfið í svefnherberginu vegur mjög þungt.