Fara í efni

Dásamlegur Appelsínu Sesam Lax með Quinoa og Brokkólí

Dásamlegur Appelsínu Sesam Lax með Quinoa og Brokkólí

Bragðgóð sósa með austurlensku ívafi gefur þessum rétti afar skemmtilegt bragð.

Fljótlegt og hollt.

Uppskrift er fyrir 4.

Hráefni:

1 bolli af quinoa

½ bolli af ferskum appelsínusafa, passa upp á að eiga 1/3 eftir

2 skallot laukar – skornir í sneiðar

1 kippa af brokkolí  - nota hausana

1 msk af extra virgin ólífuolíu , eða þinni uppáhalds

½ tsk af ferskum pipar

3 tsk af ristaðri sesam olíu

¼ tsk af hvítlauksdufti

2 flök af villtum laxi

1 msk af fersku engifer – rífa það

1 msk af tamari sósu – hafa hana lága í sódíum

Leiðbeiningar:

Undirbúið quinoa eins og leiðbeiningar segja til um á pakka.

Nema notið ½ bolla af appelsínusafanum í stað vatns.

Þegar quinoa er tilbúið takið af hita og hrærið skallot lauknum saman við. Setjið lokið á pottinn til að halda heitu.

Forhitið ofninn í 250 gráður.

Takið eldfast mót/plötu og hyljið með álpappír.

Hristið saman brokkólí hausunum með olíunni og ¼ tsk af salti og ¼ tsk af pipar í stórri skál.

Hellið á plötuna.

Látið ristast í um 8 mínútur.

Á meðan skal blanda saman 2 tsk af sesam olíunni, hvítlauksdufti og restinni af salti og pipar í minni skál.

Pennslið þessari blöndu á laxinn.

Takið nú plötuna úr ofninum, ýtið brokkólí til hliðar og leggið laxaflökin á plötuna.

Bakið þar til laxinn er eldaður í gegn – tekur um 5-8 mínútur.

Stráið seam fræjum yfir laxinn.

Takið núna restina af appelsínusafanum, 1 tsk af sesam olíu, engifer og tamari sósuna og hrærið í skál sem má fara í örbylgjuofninn.

Hitið í örbylgjuofni í 1 mínútu.

Skiptið nú quinoa, brokkólí og laxi á fjóra diska.

Skiptið sósunni jafnt milli diskanna.

Berið svo fram strax.

Njótið vel!